þriðjudagur, janúar 15, 2008

Hvað á barnið að heita?

Sagði Sr. Þorvaldur í Kópavogskirkju, Ívari Fannari stóra bróður brá heldur við uppi á altari, en snéri sér við stoltur og sagði "Íris Hulda" svo allir viðstaddir heyrðu vel og amman tók andköf. Svona var athöfnin í stórum dráttum. En eins og má sjá á myndunum þá tókum við feðgar lagið. Lagið er eftir okkur Ívar. Bjarney spilaði eitt af fallegri lögum þessa heims, lag eftir Ingu Mæju ("hálfsystur" okkar). Hafi þær báðar þakkir fyrir það (vonandi fæ ég ekki feitan stefgjaldatékka frá Skagaströnd). Bjarney lék svo undir með pabba sem söng af snilli frumsamið lag sitt við texta Helgu móður systur mína.

Frábær dagur, þakka öllum vel fyrir.






5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Innilegar hamingjuóskir, ofsalega fallegt nafn fyrir fallega stúlku, og gaman að sjá myndir líka :)
Hér á Skagaströnd er höfundur lags að springa úr stolti :D

5:40 f.h.  
Blogger Van De Kamp said...

Enn og aftur til hamingju með nafngiftina.. Fallegt nafn á fellega stúlku

1:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með nafnið, mjög fallegt og þið alveg sjúklega sæt fjölskyldan! Flott myndin af ykkur feðgum að spila, algjört æði :)

Kv. Elín sýn.

5:12 e.h.  
Blogger Pooran said...

Það hefði svo sem ekki komið mér á óvart ef barnið hefði heitið "Það-er-ekki-vitað", en Íris Hulda virkar líka. Til hamingju með fallega dóttur.

2:42 e.h.  
Blogger Villi said...

til hamingju með þetta allt saman.
Hittumst kannski á nýju ári...

kv Villi

3:45 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home