þriðjudagur, mars 27, 2007

Valdfíkn

Við búum á Rauðalæk 6. 5 metrum sunnar er Rauðalækur nr. 4. Þar býr geðsjúki póstberinn.

Það vildi svo til að þetta skilti hér til hliðar, búið til af handverkskonunni Helgu, sagði til um hverjir byggju í kjallaranum, en það eru og hafa verið Arnar, Helga og Ívar Fannar síðast liðin 6 og hálft ár og þessi kona hefur borið út allan þennan tíma hér og hefur búið þarna við hlið okkar og heilsað okkur lengst af þann tíma sem við höfum búið hérna.

En skiltið umrædda dettur af hurðinni við einn hurðarskellinn og verður fyrir smávægilegu hnjaski. Veitum við því frekar litla athygli fyrst um sinn.

Ekki fyrr en við fáum inn um lúguna miða frá póstinum um að það vanti merkingu sem valdi póstburðarmönnum erfiðleikum. Við höbbðum ekki þungaráhyggjur af þessu máli vegna nábýlissins, en eftir að við fengum annað svona bréf, handskrifað og merkt mér með fullu nafni, sem stóð á að póstur yrði endursendur ef ekki yrði merkt betur, tók ég við mér og handskrifaði á blað og límdi innan á gluggan, því eitthvað stóð á viðgerðinni á handverki Helgu.

Daginn eftir er dálaglegur bunki á gólfinu af gluggapósti og ítrekunum?!! Ég sem afburða skilvís maður skil hvorki upp né niður í málinu. En rennur þá upp fyrir mér ljós!! Kerlingaruglan og nágrannapóstútberandi helv... t.... hefur haldið eftir pósti og það bara heima hjá sér, bara til að sýna hver ræður!!!

Þetta olli því að ég þarf að borga af þremur reikningum sem eru komnir í ítrekun o.þ.h. með tilheyrandi aukakostnaði, bara af því að snillingurinn sem ber út póstinn hér í hverfinu er með spítukupp í rassalingnum og nær honum ekki út!!! @"#/%$/()=&!!

Við höfum hringt og gert smá mál úr þessu og svörin eru þau að ekki meigi bera póst í hús nema að hurðin sé merkt, sumir póstburðarmenn sveigi reglurnar, en hún EKKI!!!

En er löglegt að halda pósti svona til haga, spyr ég??

mánudagur, mars 26, 2007

Allt að gerast

Ég var staddur í miðbænum rétt fyrir rökkur fyrir c.a. mánuði síðan, var með myndavélina á mér og sá ÞETTA!!sjáiði video af þessu náttúrunnar undri.

Gaman :)Nei!! Hvað gengur hér á?? Eru bröggð í tafli!!!??

Skoðið myndina hér til hliðar vel, hér er engin hjálparmeðöl í gangi(hvorki Photoshop eða annað í þeim dúr...aðeins maður og myndavél), aðeins smá sjónhverfing. Þetta er svið Íslensku óperunnar, með borði og stólum í fullri stærð, höndin er mín...

Þarna var ég aðeins að leika mér með stærðarhlutföll og þessháttar.

Hér kemur svo létt photshoppuð mynd með.

Svo að síðustu, mynd með hlutföllunum nánast réttum en ég setti samt hönd mína með.

Auglýsing frá Bónus???


Nei svo er nú ekki, heldur er hér pokalistamaðurinn Ívar Fannar á ferð, eins og hann kýs að kalla sig. Eftir fremur viðburðarlítinn fimmtudag þar sem hann þurfti að dvelja heima við vegna veikinda, tók hann sig til með skæri og limband að vopni og bjó sér til alklæðnað úr bónus og -nestispokum. Frekari myndasýning gæti verið á næsta leiti.

miðvikudagur, mars 21, 2007

Bætt blogg

Hef tekið þá ákvörðun að bæta þjónustuna við lesendur mína til muna og set því inn link hér neðar á síðunni til hægri, um viðskipti með hlutabréf. Sjálfur er ég stóreignamaður í Kaupþingi og fleirum góðum og fylgist vel með.

Ég er maður lengri blogga svo ég bæti hér við smá fróðleik, lítt tengdum hlutabréfamarkaðnum.
Fróðleikur
"Málara meistari" og "múrara meisatari" er borið nánast eins fram á finnsku og íslensku. Finnarnir segja (áttund neðar en gengur og gerist, að sjálfsögðu, nema Gunnar Birgisson það er ekki hægt), "málarimeirsatari og múrari meistari, örugglega skrifað muuraryy meiistaryy??

Sami Hyypia er skrifað með tveimur y-bbsilonum vegna framburðarins, tvö y-bbsilon þýðir að þú heldur tóninum í y-inu lengur.

mánudagur, mars 19, 2007

Perla TyrklandsÞeir segja það að þetta sé perla Tyrklands og þangað fer ég í júní, ekki laust við smá tilhlökkun. Menn hafa vísu farið flatt á ferðum sínum til Tyrklands, maður á víst að passa sig á jógúrtinu, spyrjið Njörð, hann veit allt um málið.

þriðjudagur, mars 06, 2007

Liverpool

Það eru mikil vonbrigði að tapa svona. Við vorum óheppnir en United gerðu það sem verðandi meistarar gera oft. Vinna án þess að spila vel."

Þetta sagði Steven Gerrard, vel að orði komist.

Nú er það Barcelona í kvöld, ofsa verður það nú gaman.