fimmtudagur, desember 21, 2006

Gleðileg Jól

Ívar Fannar óskar landsmönnum gleðilegra jóla.

mánudagur, desember 18, 2006

Auglýsingar

Ég má til með að benda ykkur á á www.opera.is er ansi skemmtilegt auslýsingaslagorð á næsta verkefni Óperunnar, Rakes Progress, sem hefur fengið þýðinguna Flagari í framsókn. Ég held að þetta falli ekki að eyrum pólitíkusa í Framsóknarflokknum, en þetta er allt dagsatt og á rökum reist. Halldór E Laxnes er að koma aftur eftir ársfjarveru að leikstýra verki í óperunni sem hefur fengið heitið Flagari í framsókn.

Einhverra hluta vegna gat ég ekki linkað inn á síðuna, en þið sláið bara inn handhelt í staðinn.

sunnudagur, desember 17, 2006

Er þetta ekki fullreynt??

Fótanuddtæki!!!
Nú er þetta komið í bullandi sölu fyrir jólin, aftur!! Ætli fólk falli aftur í þá gryfju að kaupa þennan grip og gefa í jólagjöf??

Gaman að kíkja inn í geymsluna hjá fólki eftir jól, hvort að þetta nútímafótanuddtæki verði ekki komið við hliðina á hinu fótanuddtæki sem sló svo rækilega í gegn árið 1986.

þriðjudagur, desember 12, 2006

Frændgarðurinn og fleiri að leik

Hér koma nokkrar myndir frá mánudagsboltanum. En þið megið endilega kíkja inn á myndasíðu Arnars og sjá þar fleiri myndir af þessum fallegu mönnum. Ég er að vonast til að geta sett hreifimyndir inn á youtube, læt ykkur vita þegar að það gerist.

Siminn


Margir hafa sagt farir sínar ekki sléttar í viskiptum við Símann. Ég er að lenda í einu slíku núna og hef verið í meilsambandi við þjónustufulltrúa frá þeim.

Ég fékk mér Skjá sport fyrir rúmu einu og hálfu til tveimur árum síðan. Fer í Símabúð í Smáralind, fæ afhendan myndlykil og til þess að fá hann var ég beðin um kennitölu, sem ég gef fúslega upp, enda ekki kennitöluhræddur maður.
Lykillinn er minn, mér gengur óvenjuvel að tengja hann og enskiboltinn streymir til mín sem aldrei fyrr. Svo líður og bíður, næsta tímbil hefst, mínum mönnum spáð óvenju góðu gengi, en okkur verður lítt ágengt. En núna í byrjun des fæ ég send ÍTREKUN heim...ógreiddir reikningar af Skjásproti 2005 og svo 2006 c.a. 4 stk slíkir reikningar. Það er símanr og email neðst á blaðinu sem segir mér að hafa samband ef eitthvað er óljóst í málinu, sem ég og geri. Ég segi þeim að mér þykir skrítið að fá allt í einu ítrekun á það sem ég hafi aldrei verið rukkaður fyrir. En það var einmitt málið, ég hafði aldreigi verið rukkaðu um Skjásport fyrr en í ágúst 2006 og svo alla mánuðina eftir það, og hafði staðið mína plikt þar. Þá kemur það í ljós að þeir eru með mig skráðan á Bragagötu 34, þar bjó ég 1998, þar höfðu einhverjir reikningar farið, að þeirra sögn. Ég bið þá um að fella niður vexti af þessu og ég skuli borga þetta upp. En nei nei nei það er ekki hægt. Reikningarnir eru allir sendir í heimabanka og þar eru þeir látnir malla og safna vöxtum og ekki er hægt að gera neitt við þá eftir það.

Ég hef ítrekað reynt að fá þá til að viðurkenna mistök sín í þessu máli, að ég hafi ekki beðið um að láta senda reikningana í heimabankann (sem maður þarf víst að biðja um ef maður vill pappírslaus viðskipti). Ég hafi ekki verið beðinn um neitt annað en Kt. þegar ég fékk myndlykilinn og ég hafi flutt af Bragagötu 34 1998. En þessir andskotar vilja ekkert gera í málinu, segja mistökin liggja hjá mér.

Ég er svo heppinn að lögfræðingur Neytendasamtakan býr við hliðina á mér, ætla ég að bera þetta mál upp við hana og sjá hvað setur. En í guðsbænum ekki fá ykkur neitt frá þessu andsk...fyriræki!!

fimmtudagur, desember 07, 2006

Tónlist frá Svíþjóðlandi

Hákan Hellström er svíþjóðskur náungi sem er svakalega heitur þar eystra. Hlustum á tóndæmi, og dæmið sjálf.

Til leiðbeiningar skrifar matilde (einhver Svíinn) "älskar älskar älskar" um hann og lagið, ekki svo slæmt.

miðvikudagur, desember 06, 2006

Dikta

Þórhallur bróðir minn talaði vel um Hauk Heiðar á Lennontónleikunum sem hann fór á um daginn. Var að öðruleiti ekkert ánægður. Hér er hann Haukur okkar með Jóni Ólafs að leika lagið breaking the waves. Þetta finnst mér soltið flott.

Blogglistinn-framhald


Nú hefur margt gerst frá því síðast. Ég hef ákveðið að halda þessu áfram af fullri hörku. Daði og Kolbrún eru dottin út af lista bloggara, eru ekki lengur til sem virkir eða óvirkir. Bjarney tyllir sér í annaðsætið, og Þórhallur heldur toppsætinu með hvert bloggið á fætur öðru. Erpur dettur úr hópi virkra í óvirka og Þorkatla er á hættusvæði. Fjalar dustaði rykið af lyklaborðinu og setti inn blogg. Spennan er gríðarleg!!!

föstudagur, desember 01, 2006

Blogglistinn

Vegna þess að einhvers ruglings gætir með linklistann og menn eru að reyna að hafa áhrif á mig til að komast ofar á listann.

En listinn er reiknaður þannig út að meðaltal síðustu 5 daga er tekið og einnig meðaltal síðustu þriggja vikna. T.d. er Irpan að meðaltali með 1-2 blogg á viku, þar af leiðandi kemst hún litið ofar á listan þar sem næstu bloggarar fyrir ofan eru að setja inn 3-4 á viku. Inga og Hildur saumakona blogguðu sem vindurinn svo að Irpan færðist ekkert ofar. Sváfnir hefur sett inn 2 eða 3 blogg í vikunni, en vegna lítillar virkni síðan um miðjan nóv kemst hann lítt áfram. Erpur setti inn slatta og sótti ofar á listann það gerði Þorkatla á tímabili líka. Sumir taka á það ráð að setja myndir sem ég hef tekið á bloggið sitt og tala jafnvel vel um þær, það virkar líka : ) Enginn nær Nirði, hann setur myndir sem ég hef tekið inn hjá sér og einnig bloggar hann mjög mikið.