föstudagur, desember 01, 2006

Blogglistinn

Vegna þess að einhvers ruglings gætir með linklistann og menn eru að reyna að hafa áhrif á mig til að komast ofar á listann.

En listinn er reiknaður þannig út að meðaltal síðustu 5 daga er tekið og einnig meðaltal síðustu þriggja vikna. T.d. er Irpan að meðaltali með 1-2 blogg á viku, þar af leiðandi kemst hún litið ofar á listan þar sem næstu bloggarar fyrir ofan eru að setja inn 3-4 á viku. Inga og Hildur saumakona blogguðu sem vindurinn svo að Irpan færðist ekkert ofar. Sváfnir hefur sett inn 2 eða 3 blogg í vikunni, en vegna lítillar virkni síðan um miðjan nóv kemst hann lítt áfram. Erpur setti inn slatta og sótti ofar á listann það gerði Þorkatla á tímabili líka. Sumir taka á það ráð að setja myndir sem ég hef tekið á bloggið sitt og tala jafnvel vel um þær, það virkar líka : ) Enginn nær Nirði, hann setur myndir sem ég hef tekið inn hjá sér og einnig bloggar hann mjög mikið.

7 Comments:

Blogger Refsarinn said...

Þetta er of flókin formúla. taktu saman vikulegt blogg og reiknaðu heildar meðaltal. Gefðu svo stig fyrir smajaður ef þú er veikur fyrir því. PS Frábærar myndir í seinasta bloggi ég er alltaf að benda fólki á myndasíðuna þína.

6:47 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þetta fer bara að verða spennandi :)

8:53 f.h.  
Blogger Smútn said...

Ég tek ekki þátt í svona skrípaleik!

11:08 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég er nú bara glaður í litla hjartanu mínu að vera einhverstaðar settur á lista með þessu velskrifandi sómafólki. Hafðu guðsþökk fyrir hjartans kúturinn minn og innilegustu kveðjur til ykkar allra.
Njörður

1:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sumir eiga sér líf!
kv.
Þorkatla

3:23 e.h.  
Blogger Refsarinn said...

Kannski að þú setir inn eins og eina eyðu þarna á milli okkar Njarðar :)

Þorkatla mér líkar ekki svona tal.

2:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Refsarinn
oh bugger off! Allt tekur sinn tima.
ég hefði haldið að þú værir upptekinn við ritgerðarsmíðar (eða eitthvað álíka!)
ég er að fara að taka mig saman.

12:18 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home