þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Frændur og bræður að leik

Falleg "moment" í lok sumars. Frændurnir Ívar Fannar og Eyþór Andri bruggðu á leik eftir afmæli þess síðarnefnda. Það gerðu bræðurnir, stjörnuáhugamennirnir, Erpur og Sváfnir líka og skoðuðu umhverfið með stjörnukíki. Ég var með myndavélina og skaut sem óður væri, smá myndasýning.
þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Elín okkar Hirst

Ég veit ekki hvort þið hafið veitt því athygli að ekki frekar en Baldur getur verið án Konna, né Jón Þórir án Bonna getur Elín Hirst þóst hafa áhuga á íþróttum.

Hún var næstum því búin að blekkja mig í gær þegar ég horfði á 10 fréttir og hún hóf að kynna inn innslag um íþróttir. En svo gat hún ekki haldið fyrirlitningu sinni og áhugaleysi sínu leyndu með svipbrigðum áður en klippt var af henni yfir á innslagið, magnað.

sunnudagur, ágúst 20, 2006

Listamenn


Hann Njörður, einn öflugasti bloggari okkar tíma, segir hér frá keppni í formi sjónvarpsþáttar sem hún Leoncie okkar er að taka þátt í úti í hinum stóra heimi, samskonar keppni og hann Magni er í. Auðvitað sendum við Leoncie baráttu kveðjur ef þessi þáttur á þá einhverja stoð í raunveruleikanum.

Mig hefur lengi langað til að sanka að mér efni eftir hana stelpuna og einnig efni eftir trúbadorinn úr Kópavoginum, hann Ingólf eða Insol eins og hann kallar sig. Ég gekk svo langt, af því að erfitt er að nálgast efni eftir hann í öllum betri plötubúðum, að ég varð mér út um símanúmerið hjá honum svo ég gæti nálgast tónsmíðar hans, en ég hef ekki látið verða af því að hringja í hann. Hins vegar hringdi í mig geðþekkur maður um daginn, hann kynnti sig til leiks og sagðist heita Gylfi Ægisson. Hann vildi ólmur selja mér tvær geislaplötur og aka þeim heim í hús til mín. Önnur af þeim var barnaplata (man ekki alveg hvað hún heitir) og svo var það nýjasta platan hans Gylfa, "Léttur og hressss" (eins og hann bar þetta fram sjálfur, dróg ess-ið dálítið í endan). Mér fannst verðlagið hjá kallinum ekki heillandi svo ég setti frekari innkaup til hliðar.

En til að létta áhugasömum eftirvæntingu þá er linkur inn á síðuna hennar Leoncie hér
þar getur maður nálgast tímalausu tónverkin hennar. Sterkasta lag síðustu plötu Prinsessunnar (Invisible girl) er tvímælalaust Come on Viktor Í þessu lagi syngur hún til Viktors síns og reynir að blása í hann lífi með kvattningar orðum, (eins og titill lagsins gefur sterklega til kynna) og biður hann að segjast vera ástmaður hennar, og biður hann að segja sér sannleikann og græta hana ekki. Stutt sóló um miðbik lagsins liftir laginu upp í aðrar hæðir. Hún fer hamförum á skemmtarann og lagið er gott vitni um það vald sem hún hefur á rödd sinni.

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Ísland vs. Spánnþriðjudagur, ágúst 15, 2006

Myndasýning

Tær eru fyrir mörgum ansi hreint ógeðfelldur líkamspartur, hér koma nokkrar tær. Allar eru þær úr fjölskyldunni og teknar með nýjustu tækni og zoom-i svo að viðkomandi varð þess ekki var þegar ég smellti af. Spurt er, hver á hvaða tær?? Þekkir einhver sínar? Veriði líka ófeimin við að vinstrismella á myndirnar svo þær stækka upp.


sunnudagur, ágúst 13, 2006

Sommer is gone it didn´t last too long...

Úff...sumri tekur að halla og fríinu er lokið. Þetta eru erfið skref sem maður þarf að fara að stíga núna, vakna og fara til vinnu.

En fríið var yndislegt, HM í fótbolta gekk yfir og nú bíður maður bara í 4 ár en á meðan fær maður að horfa á enska boltann og svo kemur EM eftir 2 ár.

Fór til Ítalíu í júní með familíuna mína litlu, fengum gott veður og stemning þar hreint ótrúlega góð.

Átti svo ágætar stundir hér á landi í rigningu og stundum roki en stundum skein sólin.

Fórum svo í boði foreldra okkar til Danmerkur í viku og gistum í sumarhúsum í tilefni af 60 ára afmæli föður okkar. Ferðin var frábær og danskur bjór keyptur í Þýskalandi, braggðaðist eins og hunang.

Keypti mér helv... fína digital myndavél í fríhöfninni og mun ég vera óspar hér eftir að halda myndasýningar hér á blogginu, fyrsta myndaserían mun birtast á morgun. En hér gefur að líta myndir teknar á nýju fínu vélina. Sú til vinstri er af Bjarti að leika á gítarinn og ætla ég mér það að hann noti þessa mynd utan á umslag fyrstu sólóplötusinnar, hvenær sem hún kemur út. Daði er svo þarna í líki Súlunnar á myndinni til hægri. Ívar sonur minn fyrirsætan er svo þarna í upphafi pistils. Fyrir nördana er svo hægt að bera saman myndina af mér og Ívari á Ítalíu(tekin á gömlu 2,0 pixla vélina) saman við hinar þrjár.

Nýjasti meðlimurinn!!!

Nýjasti meðlimur fjölskyldunnar kom í heiminn föstudaginn 11. ágúst það er engin önnur en prinsessa Daðadóttir!! Eitthvað er á huldu með nafnið en heyrst hefur nafnið Abeline. Við vorum þess heiðurs aðnjótandi að fá að sjá hana, 6 klukkutíma gamla, þegar við vorum á heimleið frá Danmörkinni á föstudaginn og var þessi mynd tekin við það tilefni.

Óskum við Daða, Iben og Malthe til hamingju.