föstudagur, september 19, 2008

Misheppnuð kaup á Anfield

Ég hef fylgst með fótbolta og þá Liverpool frá c.a. 1981. Frábær tími hjá Liverpool 1980-1990 en svo hefur þetta verið nokkuð erfiður tími og oft hefur maður hugsað hvort þetta lið sé þess virði að gleðjast með og jú gremjast yfir.

Stundum er maður rasandi yfir leikmönnunum er fá borgað fyrir að æfa sig að sparka bolta og fá að klæðast rauðu treyjunni því oft hafa leikmannakaupin verið lofandi, en maður lifandi hve illa sumir þessa manna hafa leikið.

Fyrstan ber að nefna Igor Biscan.
Keyptur á Houllier árunum 2000-2005. Maður sem átti að hnýta saman vörn og miðju og vera eftirmaður Hamanns. Skemst frá því að segja að Igor náði aldrei að fóta sig almennilega, skoraði 2 mörk í 118 lekjum. Gerði góða hluti í tveimur leikjum, en spilaði annars eins og fífl þess á milli.

Annar lágklassaleikmaður er norðmaðurinn Björn Tore Kvarme. Roy Evans fékk hann frá Rosenborg. Hann byrjaði víst ansi vel og lék alltaf í hægri bakverðinum. Nokkur skelfileg mistök gerði hann innanvallar og hinn norski Kvarme var tekinn út úr liðinu í framhaldinu, þrátt fyrir að Evans hafi verið mjög þolinmóður gagnvart kalli og leift honum að spila áfram í mánaðartíma þrátt fyrir mjög slæm mistök í vörninn. Drengurinn var svo seldur fljótlega.



Meira síðar.

mánudagur, september 15, 2008

Þetta er alveg að koma : )

Þarna er hún í fyrsta skiptið að standa óstudd og virkar bara ansi brött, allavega mikil ákefð : )

laugardagur, september 13, 2008

Liverpool-M.Utd í dag

Líklega of sóknarmiðuð uppstilling, en væri kannski skemmtileg. Skrtl verðu sjálfsagt líka inn á í stað Aggers.






Annars er uppstillingin í dag á liðinu mikil ráðgáta. Steven og Torres hafa verið frá, kannski snjall leikur hjá Benitez að láta alla halda að þeir tveir væru meiddir, sluppu báðir við landsleikina og mæta frískir til leiks í dag, úthvíldir.

Rieri, spænskur kanntmaður verðu kannski með í dag, veit ekkert um þann þrjót, vona að þetta sé ekki enn eitt ruslið sem Benitez er að kaupa, annars eru vandræði L´pool að mínu mati fólgin í því að ekkert almennlegt kanntspil er í gangi.

Keane, þarf að kom sér í gang og við viljum sjá Babel inná.

Allt of langt síðan sigur vanst mót þessum erkiféndum, tökum þá í dag 1 og 0.

miðvikudagur, september 10, 2008

Ísland gegn Skotum í kvöld

Vil vekja athygli á því áður enn við vinnum alla leikin á HM í fótbolta,
að íslenska landsliðið byrjaði rosalega vel í fyrsta leik sínum á EM frekar en HM síðast.
Þá var Eyjólfur Sverrisson landsliðisþjálfari.
Við tókum Íra í bakaríið í fyrsta leik og það á útivelli 1-3. Myndin er tekin á leik Íslands gegn Ítalíu þar sem aðsóknarmet var slegið.
Næstu leikir voru hrein hörmung og Eyjólfi kallinum
sagt upp starfi sínu því ekkert gekk né rak hjá liðinu.

Landsliðið gerði góða ferð til Noregs nýverið í sínum fyrsta lek á HM, svo nú ríður á að standa í lappirnar og nýta vindinn er við höfum í seglum og það frá Noregi.

Ein athugasemd við valið á liðinu, hví ekki Gunnleif HK-ing í hópinn?

Sjálfur fer undirritaður á völlinn í kvöld með einkasyninum, vonandi hin mesta skemmtan.

Spá: Markaleikur 3-2 öðruhvoru megin.



Posted by Picasa