

12 lið í fyrsta skipti á Íslandsmótinu í knattspyrnu, mikið gleðiefni fyrir okkur er höfum gaman af þessar íþrótt. Ég ætla að smella mér í spádómsgallann og sjá hvernig mótið endar.
Nokkrar vangaveltur hafa verið í blöðum og á netsíðum um hvernig þetta fer allt saman, veit ekki hvort það séu tilfinningarnar sem ráða hér för, en ég tel, í það minnsta, HK muni enda ofar á töflunni en menn er almennt að spá, vonandi Breiðablik í líka.

1. Valur
2. FH
3. Breiðablik
4. KR
5. ÍA
6. Fylkir
7. HK
8. Fram
9. Keflavík
10. Þróttur
11. Grindavík
12. Fjölnir
Óvissuþættirnir eru vissulega nýliðarnir, veit í raun ekkert um þá. HK á sínu öðrutímabili, Keflavík virkar eitthvað valtir og vængbrotnir (bara tilfinning út frá því hvernig þeir léku síðust 9 umferðirnar í fyrra) og svo er KR og ÍA svolítið óskrifað blað. Blikar hafa svosem aldrei staðið undir væntingum og hef ég alveg hætt að gera væntingar til míns æskufélags en læt það eftir mér núna og vona að þeir nái að jafna sinn besta árangur frá 1983.