Heimska timabilið

Jæja nú fer heimskatímabilinu að ljúka og enski boltinn að rúlla á ný, einnig koma menn úr fríi frá bloggi : )
Mikið að gerast á leikmannamarkaðnum. Mest spennandi er jú að sjá mína menn hvort batamerki verða á leik "okkar" og Torres og fél fari að skora mörk og S.Gerrard fái að leika alla leiki í sinni stöðu, þ.e. inn á miðju vallarins. Einnig sýndist mér Sissoko í æfingleik geta bara komið boltanum skammlaust frá sér...
Næst mest spennandi er að sjá hvernig Arsenal vegnar. Manni finnst eins og þeir séu að endurnýja sitt lið en í raun er það bara Henrý kallinn sem er farinn, sem er ekkert bara!! En svo er Reyes að fara fyrir alvöru, en hann var á lánssamningi lengst af síðasta tímabili...West Ham er líka lið sem gaman verður að fylgjast með, Eiður máski að fara þangað, sem og Newcastle Owen litli farinn að hlaupa á ný...og svo verður líka gaman að sjá Sunderland með Roy Kean sem þjálfara.
Eitt skyggir þó á, en það er verðlaggning Sýnar á boltanum, það liggur við að betra sé að fara á pubba bæjarins, kaupa sér að snæða þar og drekka ölið og koma út með meiri pening í vasanum. Ég tók eftir því með sjálfan mig, þegar ég var með Skjá sport, þá horfði ég eiginlega bara á Liverpool sem spilaði einu sinni og stunum tvisvar í viku (ég sleppti bikarleikjum) og svo horfði ég á mörkin á sunnudögum og svo sérfræðingaþáttinn sem var á mánudagskvöldum.
Samanlagt gerir þetta 3-4 klukktíma á viku í áhorf. Sýn 2 verður máski með eitthvað meira til að horfa á en Skjárinn var með en maður er ekkert að horfa á alla leikina og vill þar af leiðandi ekki borga rúmar 4000 kr á mánuði fyrir þetta. Sá eða sú sem skilur og veit hve mikið maður borgar má endilega commenta hér að neðan.
Svo er til önnur leið en sú að fara á pöbbinn og stanga úr nokkrum öllllurum og eta feitt ket með mæjónessósu en sú leið er að ég gæti keypt mér árskort í World class og farið a.m.k. alltaf á laugardögum eða sunnudögum og æft og horft á leiki á meðan og komið út með svipaða upphæð á árs grundvelli, eða um 45- 50 þús. en svo auðvitað bætist á þetta ef maður tekur M12 áskrift stöðvar 2 og Sýn 2 og bleble jad´fa sd´flka ´s...........
En það væri nú gaman ef menn tæku fram spámanninn sinn og spáðu nú fyrir um 5-6 efstu sætin sín í deildinni...og máski 3 neðstu??
Hér kemur mín spá:
1. Man.Utd
2. Liverpool
3. Chelsea
4. Arsenal
5. Man. City
6. Tottenham
7. West Ham
8. Sunderland
9. Bolton
10.Newcastle
------
Middlesbrough
Wigan
Derby
Ég hef nú ekki verið spádómslega vaxinn hingað til en það þýðir lítt að gefast upp, spyrjum að leikslokum, sýnd veiði en ekki gefin og allt það : )