Músík

Nú er seinasti hluti tónvinnslunámskeiðissins að hefjast. Upptökur!!

Tveggja til fjöguramanna hópar voru myndaðir fyrr í vetur, út frá tónlistaráhuga, aldri ofl...var okkur gert að semja lag saman. Ekki er sjálfgefið að menn geti orðið skapandi í svona tilbúnum hópum, en hópurinn minn fórum þá diplómatísku leið, til að byrja einhverstaðar, a

Mörg lögin eru samin út frá þessari svokölluðu gullnu formúlu í seinni tíð. Formið myndaðist af sjálfum sér. Ákveðið mynstur var að finna í þeim lögum er féllu vel að eyrum fólks síðast liðin 35-40 ár. Tónlistarmenn fóru svo að semja lög í þessum anda og fylgdu reglunni gullnu í von um að ná eyrum fólks. T.d. viðurkenndi ákveðinn tónlistarmaður það fyrir okkur að hafa samið Eurovision lag með þessa formúlu í huga, lagið var sungið af Sylviu Nótt.
Gaman var að takast á við formið og tókum við Bon Jovi lag sem er einmitt samið í anda gullna formsins(tilviljun eða hvað???), og höfðum það til hliðsjónar.
Við tókum upp Demó (prufutöku) heima við út frá þessum forsendum, með tveimur gíturum, bassa sem var spilaður inn á hljómborð, og trommum af trommuheila frá Reason forritinu sænskættaða (eitthvað sem við erum búinn að mennta okkur í á námskeiðnu fína).
Demóið hljómaði dálítið eins og af ættarmóti Bon Jovi ættarinnar en það var samt einhver annar fílingur kominn í það, sem var vel.

Við fáum aðgang að Studio Sýrlandi, drottningu hljóðstudioa á Íslandi og einnig eru topp hljóðfæraleikara útvegaðir okkur til hand til að spila lagið okkar inn. Ólafur Hólm (Ný Dönsk, Dúndurfréttir ofl.) spilaði inn trommurnar í kvöld. Við spilamennsku hans og okkar input í hans vinnu gerðist margt sp

Þetta voru fyrstu upptökur, bassinn spilaður inn í næstuviku, kannski gerist eitthvað nýtt og spennandi þá.
Loka niðurstöðu getur svo að heyra á heimasíðu skólans, ætla ekki að gefa upp slóðina fyrr en ég er sáttur við útkomuna, en einnig getur eitthvað af þessu fengið spilun í útvarpi og útgáfa hjá Senu ef allt leikur í lyndi, geri mér nú litlar vonir um það og erum heldur ekkert að rembast í þá áttina.
Allar myndir teknar af Arnari í Sýrlandi, nema þessi af Niel Young, hann var ekki á staðnum