Sigurrós

Hljómsveitin Sigurrós er aldeilis að gera það gott víða um veröldina okkar og það er vel. En ég hef reynt ítrekað að hlusta á þessa hljómsveit, en ekki borið árangur sem erfiði. Í gær voru tónleikarnir á Klambratúninu, blíðsköp í veðri sem skemdu ekki fyrir góðri stemningu.
Ég á ágætis heimabíókerfi, pioneer gerðar, svo ég horfði á tónleikana í sjónvarpinu, þökk sé RÚV. Ég stillti á flestar þær stillingar sem mögulega eru til á tækinu svo að tónarnir næðu nú fljóta til mín sem ég væri á staðnum. Tónleikarnir byrjuðu og allt virkaði vel, hljóðið gott og myndataka ágæt(ekki sömu gaurarnir og taka upp fótboltaleikina!!!) En allt kom fyrir ekki, ég gafst upp eftir 48 mín. Frábærir kaflar oft sem fljóta frá þeim Sigurrósarstrákum, en þeir halda sama hljómnum og kaflanum full lengi í senn fyrir minn smekk. Svo verður breimið í Jónsa söngvara oft ansi leiðigjarnt. Mín skoðun er nú sú að sumir kaflarnir eru mjög flottir og heillandi en það væri hægt að sjóða ágætis 3-4 lög út úr öllum þeim lögum sem þeir hafa gert.
En gaman að svona framtaki eins og í gær fyrst það verða engir tónleikar á hafnarbakkanum á menningarnótt.