þriðjudagur, júní 06, 2006

Útlönd

Nú hef ég verið grasekkill í 3 daga, skrýtin tilfinning. Helga er í Englandi með ofvirkum kennurum sem ætla nú ekki að láta nappa sig á því að hafa verið að hangsa í útlandinu og eyða almanna fé, það er ræs kl. 7 alla morgna og farið og skoðað ensk börn í skólabúningum.


Á laugardaginn fljúgum við Ívar til Friedrichshafen og tökum okkur bíl frá Avis og ökum niður til Ítalíu þar sem við hittum frúna í Bergómi rétt hjá Mílanó. Nú svo höldum við til Bibione sem er strandparadís austar á Ítalíu og dveljum þar í tvær vikur. Hér er mynd af Bibione okkur til glöggvunar.

Nú!! Það sem ég er að fara að segja er að ég hef ekki gert þetta áður, það hefur jú margt breyst á 13 árum(1993, þegar ég og Helga tókum með okkur sitthvorn bakpokann og ferðuðumst um Evrópu) þegar ég fór síðast svona til útlanda til að fara á og njóta lífsins (tel ekki Danmerkurferðirnar með).

Nú er ég að vísu einn hér heima og þarf að pakka fyrir mig og soninn. Hafa íbúðina í sæmilegu standi þegar við förum, og vonandi þá líka þegar við komum til baka.

Það eru allmörg atriði sem maður þarf að hafa á hreinu fyrir utan þetta er fyrr segir og svo heimaútprentuðu miðana frá Ic. Express (sem Helga var reyndar búinn að græja og setja upp á hillu áður en hún fór ok...)og Avis bílaleigunni sem er ekki opin í Fridriechshafen þegar við lendum og fleira í þeim dúr...

En svo er það annað sem ég er að átta mig á. Nú er ég orðinn fullorðinn og þarf jú að hugsa fyrir fleirum en mér sjálfum, en fyrir utan það þá þarf ég að muna eftir hlutum eins og gillette rakvélinni, þurfti þess ekki síðast (1993) , var engin spretta, roll on, ég er farinn að svitna undir höndunum og ýmislegt sem telst til hm...

Svo er það nú stærsta málið, sem einmitt er nýtt af nálinni sinni. Maður er allt í einu farinn að huga að því að gera magaæfingar 4 dögum fyrir brottför...

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Taktu nú með þér nóg af klósettpappír kallinn minn, maður veit aldrei hvort þeir eru með svoleiðis í útlöndum og mat, það er alltaf vissara að smyrja nokkrar samlokur
N

4:48 e.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Jú og hlí föt, það er allra veðra von...

5:51 e.h.  
Blogger Pooran said...

Þetta hlýtur að hafa verið skrifað sérstaklega fyrir mig... renna feðgar við í rauðvínsglas í París?

4:48 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Já, þá er þetta spurning um að fara til hægri en ekki vinstri áður en komið er til Sviss?? ég þakka boðið, spurning hvort þú röltir til móts við okkur, tíminn er naumur hjá okkur.

4:41 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home