þriðjudagur, maí 30, 2006

Get ekki orða bundist, fyrirgefðu Erpur

Ástkær frændi minn í Frakklandi, hann Erpur, hóf máls á tvíförum og bar hann saman okkur minna þekkt fólk við frægafólkið út í heimi.

Ef farið inn á þessa síðu hér er vel hægt að lesa sig til um þetta og sjá þá sem hann taldi líkjast hverjum.

Sváfnir stal svo glæpnum og það ætla ég að gera líka, vonandi er ég samt ekki að skemma þennan bráðskemmtilega leik fyrir honum Erpi.

Hver man ekki eftir glæstum sigrum Halldórs Björnssonar inn á knattspyrnuvellinum??
HM 1982 á Spáni lék hann stórthlutverk, HM 1986 í Mexikó gat hann vísu ekki leikið alla leikina vegna meiðsla en var góður, ef ég man rétt. Hann hlaut svo ekki náð fyrir landsliðsþjálfaranum 1990 eða var hreinlega orðin of gamall þegar sú keppni fór fram. En þið kannski kannist ekki sterklega við málið, en maðurinn sem líkist hefilstjóranum fyrrverandi og malbiksforingjanum svona mikið er Alessandro Altobelli, lék fyrir Inter in the ´80 og með lansdsliði Ítala eins og fyrr segir.


10 Comments:

Blogger Villi said...

Hei, ég er að fatta að ég kannast við Bjarneyju systur þína, við höfum sungið saman í kór, sennilega í Áskirkju.

Þetta er nú aldeilis lítill heimur...

4:31 e.h.  
Blogger Villi said...

Og allt er þetta nú þessu skemmtilega tvífaraleik að þakka. Þið eigið þakkir skildar fyrir að lífga upp á heiminn fyrir heimavinnandi offitusjúklingum:)

4:33 e.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Takk fyrir það, og gaman að heyra, og nú hefur þú séð föður minn, Halldór söngvarann, malbikarann og lífskúnstnerinn í ítalska landsliðsbúningnum : )

4:58 e.h.  
Blogger Villi said...

Ójá. Ég myndi segja amen núna ef mér þætti það viðeigandi, en læt hallelúja nægja.

Svo finnst mér nú helvíti hart að maður druslist í vinnuna, og vinur manns bara ekki á staðnum. Þetta kemur ekki fyrir aftur, er það nokkuð?

5:10 e.h.  
Blogger Pooran said...

Það er auðvelt að fyrirgefa þetta. Er þó í tómum vandræðum í sambandi við Daða! Get ekki fundið neinn sem líkist honum. Kannski er bara til einn Daði?

10:07 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Ég skal koma með Daða!! ég veit hver það er : )

10:54 f.h.  
Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

O, Ó komist hefur upp um mig.

Sæll Villi, þetta er rétt til getið hjá þér við höfum sungið saman í Áskirkju.

3:30 f.h.  
Blogger Villi said...

Yes, you can run but you can´t hide.... múhahhhaha

Alltaf gaman að svona tengingum!

9:14 f.h.  
Blogger Pooran said...

Og það var Erpur númer 999. skemmtileg tala. Ég skal reyna að hætta þessu með Y-in!

10:18 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Nei nei það er óþarfi þetta með ybbsilonin, ég er hættur að skrifa : )

11:07 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home