sunnudagur, febrúar 24, 2008

Hugvekja


Sunnudagsmorgun, kaffið komið á könnuna, og ég er að raða leirtauinu í vélina. Klukkan er ekki nema 9 að morgni og ég er klæddur og kominn á ról án nokkurs þrýstings, búinn að borða morgunamatinn og allt, fór meir að segja út að skokka með vandamönnum í gær fyrir hádegi. Hvað er að gerast, er ég að verða fullorðinn? Held samt ekki. Man reyndar eftir því þegar ég var kallaðu "kall" af einhverjum krökkum í fyrsta skiptið fyrir allmörgum árum. En ég var nú spurður um skilríki í ríkinu fyrir hálfu ári síðan svo það getur ekki verið að ég sé fullorðinn. En það að vera fullorðinn er ekki endilega útlitslegt, heldur meira hvernig maður hagar sér. Mamma og pabbi hafa alltaf verið fullorðin, þegar ég var 7 ára voru mamma ekki nema 29 ár, pabbi 33 ára , yngir enn ég er í dag, en samt bullandi fullorðin, að mér fannst í það minnsta.

Hér eru nokkrir vísbendingar þess að maður sé að fullorðnast:
-Maður tekur fyrsta bílastæðið á planinu sem maður sér, þó það sé óralangt í burtu frá versluninni.
-Útvarpsstöðin sem þú hlustar á er Rás 1(gufan) eða það er bara slökkt á tækinu í bílnum, nema þegar fréttir eru þá má hækka allt upp úr öllu valdi.
-Maður er hættur að geta sofið út og fer snemma í háttinn.
-Maður borðar brauðsneiðar af sitthvorri gerðinni og leggur þær saman í samloku án þess að velta því fyrir sér. osfrv...

Líklega er nú ómögulegt að segja hvenær maður hefur fullorðnast. En af mannfræðirannsóknum mínum í gegnum árin held ég að niðurstöðuna sé að finna í tímanum. Í dag líður ein vika nánast eins og um nokkra klukkutíma sé að ræða. Atburðir sem áttu sér stað fyrir mörgum árum finnast manni eins og hafi gerst í síðasta mánuði. Tíminn líður hratt... og allir þekkja restina, í það minnst þeir sem eru orðnir fullorðnir.

mánudagur, febrúar 18, 2008

Veður


Nú er svo komið að þjónusta við veðuráhugamenn verður stórbætt hér á síðunni. Ekki bara geta menn sótt sér veðurupplýsingar á bbc-veðurvefnum hér til hliðar, heldur er Einar Sveinbjörsson kominn með link hjá mér, veðurblogg.

Fyrir þá sem ekki vita þá var ég ekki hár í loftinu er ég hóf að gá til veðurs.
Auðvitað átti maður sér uppáhalds veðurfræðing, líklega sá vinsælasti hefur veirð Trausti sem var með nýjungar við veðurlýsingar sínar og fékk að launum skemmtiþátt með Guðna Kolbeinssyni. Það kenndi okkur nú þá lexíu að auðveldara er að vera fyndin við vissar aðstæður en aðrar (ef hægt er að taka svona til orða). Ég hef haldið tryggð við Pál Bergþórs eftir að ég fékk Veður-bókina í jólagjöf frá Gúndý ömmu, einnig fékk ég bókina Hvernig viðrar frá Benna í 32 ára afmælisgjöf, það voru ekki eins margar myndir í þeirri bók svo hún var ekki jafn góð.

laugardagur, febrúar 16, 2008

Jæja, boltinn farinn að rúlla

Drengurinn 7 ára kominn í 7. flokk Breiðabliks og æfir 3x í viku við bestu aðstæður sem völ er á á Íslandi í dag.
Í dag var svo mót í Keflavík. Gríðarlegur fjöldi leikmanna var þarna saman kominn, eða um það bil 100 strákar að leika fyrir hönd Blika. Ívar lék vel á mótinu en lið hans reið ekki feitum hesti, töpuðu 5 leikjum unnu 1 og gerðu eitt jafntefli, en gleðin var við völd.


Takið vel eftir yfirferðinni á leikmanni nr. 7 sem nær ekki boltanum fremst, en er svo mættur til bjargar í vörninni. Minnir óneitanlega á fyrirliða Liverpool manna, Steven Gerrard, en þarna fer Ívar Fannar mikinn!

Allir fengu svo medaliu í lokin og voru glaðir.




Þarna eru þeir frændur eftir mót. Arnar Þór gekk á milli liða á meðan mótinu stóð og skráði niður úrslit leikja. Hann stóð sig með stakri prýði og reyndi hvað hann gat að fá upp úr mér úrslit á leikjunum sem voru búnir og ég gat ómögulega munað hvenig höfðu farið.

sunnudagur, febrúar 10, 2008

Aðeins við þetta að bæta




fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Auglýsingar

Kannski gengur þetta svona í bylgjum, en allavega, hafiði tekið eftir því hver er heitasti liturinn hjá fyrirtækjum núna?











laugardagur, febrúar 02, 2008

Uppfærsla


Ég finn það svo sterkt að bloggið er að hafa sigur af Facebookinu.

Ég hefi því uppfært blogglinkana hér til hliðar. Þórhallur heldur úti tveimur síðum, Njörður er að vísu búinn að loka sinni, en vonandi fáum við eitthvað frá honum fljótlega. Sváfnir er kominn á fullt og svo hótaði Erpur okkur með bloggum en hefur lítiði gert eftir það.

Eyrún frænka er komin með nýtt blogg og Bjarney hefur haldið velli nokkuð vel. Blogg drottningin er þó Irpan sem hefur aldrei snúið baki við blogginu þrátt fyrir að hafa stundað Facebookið nokkuð duglega : )

En bloggarar allra landa, Ifil ðiggolB!!

Með kveðju, bbúlgroZ