þriðjudagur, maí 29, 2007

Þekkir einhver einhvern á þessari mynd??

Jæja !!!

Úff úff úff, það getur verið erfitt að vera sjarmör, það þekkjum við feðgarnir: )

Þegar heim var komið blasti þessi ástarkveðja við okkur fyrir framan útidyrahurðina. Drengurinn litli tók þessu með jafnaðargeði, hélt "kúlinu".

þriðjudagur, maí 22, 2007

Góðir söngvarar, volume 1

Ætla að finna til hér í næstu færslum tja, mína uppáhaldssöngvara, eða bara góða söngvara.

Fyrst er fyrir valinu söngvari hljómsveitarinnar Journey, Scott Perry heitir hann kallinn.
Ég rakst á þetta lag á VH1 um daginn frekar en MTV. Þar var verið að velja besta ´80 rokkslagarann, og tróndi þetta lag, sem er hér að neðan, á toppnum. Þessari hljómsveit eða þessu lagi hef ég aldrei veitt neina sérstaka athygli, ekki fyrr en ég sá þessa "læf" upptöku, sem rennir stoðum mínum undir það að það getur verið gagnlegt að hlusta stöku sinnum á lifandi fluttning hljómsveita , ef einhver hefur verið í vafa um það.

Eftir að hafa tekið smá youtube rúnt á þessari hljómsveit er ég ekkert sérstaklega stoltur af því að finnast hann góður söngvari eða að mér finnist þetta lag vera hið áheyrilegasta, dálítið hallærislegir gaurar, það verður alveg að viðurkennast : )

mánudagur, maí 21, 2007

Istanbul 2005


Að hugsa sér það afrek að koma til baka eftir að hafa lent undir 3-0 á móti AC-Milan er eitt, en að hafa gert þetta, með Dudek í markinu, Milal Baros sem fremsta mann og í vörninni var enginn annar en flækjufóturinn og óheillakrákann Djimi Traore!!!

Ástin mín!!!

Þetta hrópaði náinn frændi minn upp og það yfir sig þegar hann sá Steven Gerrard á skjánum eitt sinnið...við tökum undir þau orð. En spennan magnast!!!

fimmtudagur, maí 17, 2007

Smá grín og ég að leika mér að setja youtube atriði á síðuna mína, það er svo gaman

miðvikudagur, maí 09, 2007

Tónlistarlögreglan!!

Eitt kvöld núna í apríl er ég að raula fyrir munni mér lagið sem hann Eiríkur okkar Hauksson mun syngja í Júróvision á fimmtudag og vonandi aftur á laugardag. En viti menn þegar ég varbúinn að raula svona þetta fyrir mér og kominn að sólókaflanum, renni ég mér fimlega inn í annað lag, en það er lagið I will survive. Undir þessu myndbandi hér er þetta lag, upprunarlega, og svo neðar er júrólagið, þið getið prófað að blanda þessu saman. En með öðrum orðum, þá er júróvision lagið svona líka hel-stolið!!

Munið hvar þið heyrðuð þetta fyrst.laugardagur, maí 05, 2007

Nýtt á síðunni!!

Nú hef ég bætt við linkum sem ég kall frægukallarnir. Ég datt inn á síðu Pálma Gunnars og setti hann inn hjá mér og bætti svo Sigurði G við líka... vonandi detta einhverjir fleiri frægar inn.

Ég kalla þetta þjónustu við lesendur : )