laugardagur, september 30, 2006

Myndirnar mínar

Ég vil vekja athygli ykkar á nýjum link inn á síðunni minni fínu, en það er einmitt
myndirnar mínar
Myndasafnið er ekki stórt en ég þarf að stækka plássið á síðunni til að geta bætt inn fleiri myndum, kemur kannski seinna.

Frægi kallinn


Það var enginn annar en Brendan Fraiser sem stóð við hlið mér á barnum á Næsta bar í nótt, takk fyrir það.

föstudagur, september 29, 2006

Frægi kallinn


Ég var að velta því fyrir mér að hafa einn lið hérna inni sem heitir frægi kallinn/kellingin. Við höfum öll gaman af því að rekast á og sjá frægt fólk og hér ætla ég að segja frá því endrum og eins hver var frægasti maður dagsins.

Frægasti maður dagsins sem ég rakst á í dag er..... Hallur Hallson, fyrrverandi fréttamaður og Víkingur (íþróttafélagið), stóð fyrir framan mig í röðinni á Bæjarins Beztu í hádeginu í dag.

Fann ekki mynd af Halli Hallsyni hinum rétta, maðurinn á myndinni heitir Hallur Hallson líka svo við látum okkur hana nægja.

laugardagur, september 16, 2006

Allt að gerastEins og segir í fyrirsögn þá er allt að gerast.

Drengurinn minn litli orðinn 6 ára og byrjaður í skóla.

Liverpool -Chelsea á morgun og Breiðablik að gera jafntefli við Fylki, hefðu þurft að vinna, vonandi ná þeir að halda sér uppi í efstu deild, einn leikur eftir mót Keflavík.

HK, mitt gamla félag hefur loks náð því að komast á þann stall að leika á meðal þeirra bestu, spurning að fara að draga skóna fram á ný, held samt ekki : ).

Óperusýningin Brottnámið úr kvennabúrinu eftir Mozart frumsýnd 29. sept. hjá okkur í óperufélaginu, líklega stefnir í skemmtilega sýningu þar. Frábærir söngvarar og létt yfir sýningunni og ekki svíkja aríur Wolfgangs okkur krakka nútímans. Myndin er tekin á kynningu á vetrardagskrá Óperunnar þriðjudaginn 12. sept.

Uppsetning að ná hámarki um þessar mundir, flestum brellum leikhúsins til tjaldað svo við getum orðið stollt eftir sýninguna og áhorfendur sem borga áttfalt tímakaup verkamannsins til að komast á frumsýninguna verði ánægðir.

Sjálfur er ég að hefja nám í Tónvinnsluskóla Þorvalda Bjarna , eða námskeið (Tónvinnsla) sem mun standa í 3 mánuði. Þar mun ég læra helstu klækjabrögðin í upptökutækni ásamt ýmsu öðru er viðkemur tónlist.

Ekki má gleyma því heldur að hljómsveitin Band nútímans hafa dustað af sér rykið og hefur a.m.k. hist einu sinni og æft!! Þeirra helsta afrek, fyrir utan það að koma saman aftur, er að lenda í öðru sæti í Múskitilraunum 1983 á eftir Dúkkulísunum. Um þetta skrifar Dr. Gunni hér þ.e. múskitilraunir og þessa tíma er Band nútímans voru upp á sitt besta, eigum við kannski eftir að sjá þeirra besta??.

Bara til upprifjunar, þá voru tölvuleikir eins og þessi hér til hliðar vinsælir 1983 , Sinclair Spectrum: )

laugardagur, september 09, 2006

Ég get ekki spáð fyrir um úrslit leikja


Spáði í úrslit á HM, skeikaði illa hjá mér þar! Spáði um úrslitin í leik Everton gegn Liverpool í dag, kolvitlaust, var kannski ekki einn um það.

Hélt við myndum taka Danina um daginn, vitum hvernig það fór.

fimmtudagur, september 07, 2006

Fótbolti, drottning íþróttanna

Fór á landsleikinn og varð fyrir gríðarlegum vonbrigðum með liðið okkar, tók einungis þrjár myndir.

Kannski óþarfi að tala um þetta, en ég sat í línu(þar sem línuvarðarbjáninn hefði átt að vera) við varnarlínu Íslendinga og þetta var rangstaða á danska liðið, ekki spurning í fyrsta markinu. En andskotans danirnir áttu í raun að vinna okkur stærra, við gátum ekki neitt!! Auðvitað átti Eiður að skora í stöðunni 0-1 en hann gerði það ekki kall anginn.

Danirnir léku við hvurn sinn fingur,urðu aðeins stressaðir þegar Eiður fékk boltann annars voru þeir bara sallarólegir og tóku bara boltann af okkur þegar við gátum ekki sent 5-10 metra án þess að klúðra því. Þeir gátu alltaf fundið samherja, tóku boltann í rólegheitunum niður eftir útspörk, fengu nægan tíma til að athafna sig, við gátum ómögulega haldið honum innan okkar liðs, ef við þá fengum boltann.

Munurinn á okkur og þeim liggur meðal annars í því að við eigum Eið en þeir hafa 4-5 gaura sem eru álíka hættulegir og Eiður, Rommedhal, Gravesen, Agger, Jon Dahl og máski fleiri...og hinir eru rosalga sjálfsöruggir að geta haft þessa kalla með sér í liði, eðlilega!

Indriði virkaði rosalega tæpur gegn hinum sprettharða Rommedahl, Hermann var líka óöruggur. Jóhannes Karl barðis vel og hljóp mikið en það kom lítið út úr því, hann lét teyma sig oft of langt út úr sinni stöðu, en hann barðist allavegana og var að atast í Gravesen. Það vantar einn góðan miðjumann sem getur búið eitthvað til. Jóhannes og Brynjar eru ekki alveg nógu skapandi, en Jóhannes á að leika þann gaur, gengur kannski á móti lélegri andstæðingi??

En stórleikur helgarinn komandi hlítur að vera baráttan um Liverpoolborg...ég ætla það að Liverpool taki þá bláklæddu, tja 3-1, en þeir eru sýnd veiði en ekki gefin (tek það fram að ég þoli ekki þennann frasa!!)