þriðjudagur, janúar 24, 2006

1993

Aðeins að tíðarandanum.

Ég, vegna seinþroska, er í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ að nema þar félagsfræði með áherslu á fjölmiðla. Fjalar er orðin stjarna í Dagsljósinu (þáttur ekki ósvipaður Kastljósinu í dag) og notar kennarinn upptökur frá þessum þætti sem kennsluefni í dagskrárgerð og viðtalstækni. Á þessu myndbandi, sem hún sýndi okkur, var Fjalar einmitt að knésetja einhvern stjórnmálaleiðtogann.


Eiður Smári spilar með Val á móti Breiðabliki á Kópavogsvelli 1993


Ég var með Benna og Irpu(kærasta Benna) í þessum fjölmiðlaáfanga og þurftum við að taka viðtal við einhvern "frægan" í skólablaðið, við í fjölmiðlafræðinni sáum um að gera blaðið. Ég og Irpa vorum með tvo einstaklinga sem við gátum nálgast frekar auðveldlega. Irpa þekkti Sirrý (skjár 1), sem var þá þokkafull þula á Rúv og Irpa hafði unnið með í barnaútvarpinu í den, ég þekkti Fjalar. Sú ákvörðun var tekin að taka viðtal við Fjalar (blaðið er í fórum Fjalars, ég gæti átt auka eintak fyrir áhugasama). Ég og Benni förum í eins dags starfskynningu á RÚV, nánar tiltekið hjá þættinum Dagsljósi. Skemmst er nú frá því að segja að Benni þurfti frá að hverfa vegna magaverkjar um hádegisbil. Ég og Fjalar vorum karlmennskan uppmáluð og spurðum hví menn, nú til dags, gætu ekki harkað af sér smá magaverk. Þegar deginum lauk hjá mér frétti ég af Benna upp á spítala með næringu í æð, hann var settur í uppskurð vegna botlangakasts.

Það gat verið skrítið að vera í FG, því þarna byrjar, held ég, hnakka metró menningin og þarna var fólk með okkur í þessu fjölmiðlaáfanga sem vinnur við fjölmiðla í dag. T.d. Þessi kona hérna á myndinni, Berglind Ólafsdóttir, hefur leikið í einhverjum þáttum vestanhafs og afhent verðlaun þegar við á. Hún var með mér í sagnfræði hjá honum Ingva(kennara), Berglind þurfti að taka áfangann aftur af einhverjum óskiljanlegaum ástæðum, ég reyndi það líka en fékk ekki. Svo voru aðrir minni spámenn í FG, Heiðar Austmann (vinnur á FM957 og PoppTV) Jón Gunnar Geirdal (vann á 957 og Bylgjunni og er kynningarfulltrúi Senu eða Skífunnar eða hvað þetta heitir) Þór Bæring (vann á 957 og Bylgjunni) Inga Lind (er í Ísland í bítið eða í dag), Andrea Róberts (Stöð 2) og svo Arthúr Björgvin Bollason ( nei, nei þetta síðasta var grín frá mér).

Nú það sem ég er að meina með þessum inngangi er að í FG var mikið um leiðinlega tónlist, mest var um DJ tónlist (eða PS=plötusnúður) og í frímínútum var mest hlustaði á FM 957 og líklega Billy Ocean. Ég var ekki mikið inn á þessar bylgjulengd og hlusta mikið á Led Zeppelin og Jet Black Joe. Green Day voru að koma fram(þeir minntu mig á Stiff Litle Fingers). Í nostalgíunni fer ég svo að hlusta á Bítlana. Þar varð fyrir valinu sjaldheyrt verk þeirra Let it Be platan. Það þekkja náttúrluega allir lagið Let it be og Across the universe en færri þekkja kannski To of us eða I've got a feeling eða For you af þessari plötu, og hún telst seint til vinsælli verka Bítlaflokksins. Svo fer ég að fikra mig aftar í tímaröðina Abbey Road, Sgt. Peppers, Hvíta Albúmið, Rubber Soal en ég fer ekki mikið aftar í tímann í bili.

En það er augljóst að hippisminn er vinsæll á þessum tíma, söngleikurinn Hárið er settur upp 1994, Jesús Kristur Súperstjarna er sett upp 1995 og plata Ný Danskra, De lúx, kemur út og er hún hippaskotin tónsmíð. Rocky Horror er sýndur fyrir fullu húsi í Iðnó og er þar að verki Menntaskólinn við Hamrahlíð. Páll Óskar er í aðalhutverki, Helga Þórkels er í hlutverki sem ein af dansandi gliðrum.

Ég get ekki stillt mig um að setja aðra mynd af henni Berglindi minni hér þar sem hún er einhverjum til halds og trausts sem er að fara að afhenta verðlaun á Emmyhátíðinni 2003.

5 Comments:

Blogger Refsarinn said...

Þvílíkt kom bakk Arnar þetta eru endalausir gullmolar sem hrynja af þér drengurinn minn.

4:14 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

djöfull ertu duglegur drengur, og gott var að losna við botnlangshélvítið.

8:54 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Nei nei er Partý Bnak kominn til leiks, velkominn.

10:20 f.h.  
Blogger Fjalar said...

Man eftir þessari kveisu hans Benna, þetta var nú meiri auminginn!
En þú nefndir ekki að þessi virðulega grein sem birtist skólablaði FG fékk risafyrirsögnina: "Maðurinn með nefið" og hófst á þeim orðum að Fjalar væri sambrýndur og með stórt nef.
Svo reyndir þú að kenna þessari Irpu um allt saman. :-)
Látum vera nefið, viðurkenni það alveg, en sambrýndur! &%$#&%$#
Þetta er að vera sambrýndur:
http://sweb.uky.edu/~btsmit2/unibrow.gif

5:25 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

He he ég tók viðtalið, Irpa samdi fyrirsögnina, dag satt...ég veit reyndar ekki hvaðan hún fékk þetta með að þú værir sambrýndur, ég mundi bara eftir nefinu og hugsaði að hún væri stelpa sem tæki eftir augum frekar enn ég svo ég lagði blessun mína yfir þessa fyrirsögn : )

12:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home