fimmtudagur, janúar 12, 2006

Ísland 1990-1991

Þessar tvær plötur fengu mig til að loka mig af upp á herbergi svo klukkutímum skipti og pikka upp lög með Kyoto-gítar Halldórs Björnssonar(sem hann keypti á Írlandi 1979). Njörður átti nú þessa plötu "Blús fyrir Rikka", tvöfalt albúm sem saman stóð af tónleikaútgáfum af gömlum lögum Bubba, nokkur lög af Konu plötunni og svo fylgdu gamlir blússlagarar frá Ledbelly. Þetta samband mitt við þessar plötur ásamt Konu og Fingraförum nálgaðist sjúklegt ástand því annað komst vart að, en ég náði loks valdi á því að geta spilað eitthvað annað en La Bamba og Lóa Lóa ( á Kyoto-inn). Daði kom til leiks sem söngvari og við lékum oft lög saman af Sögum af landi og þessum fyrrgreindu plötum. Ég fór líka að hlusta á Fræbbblana, Utangarðsmenn, Das Kapital, Þursaflokkinn á nýjan leik. Það kom svona seinna pönktímabil hjá okkur malbikurum í Kóp'vognum. Ég, Daði, Almar, sem vann þá í bikinu og Njörður sem var líka í bikinu, stofnuðum hljómsveit inn í smíðaherberginu svokallaða á Kóp 4. Ég lék á trommur, Daði söng, Almar og Njörður á rafgítara því enginn var nú til bassinn. Hljómsveitin endist tvær æfingar og eftir hana liggur eitt lag (sem er einmitt til á kasettu einhverstaðar). Textinn var tekinn upp úr ljóðabók sem var þarna inn í herberginu, svo var bara talið í og til varð lag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home