þriðjudagur, janúar 10, 2006

Óminnishegrinn gerir vart við sig 2



Ef minnið svíkur mig ekki kemur Deio út 1981 og Fyrr má nú aldeilis fyrr vera 1977. Báðar mjög skemmtilegar plötur með áheyrilegum lögum eins og Deio og Stebbi stuð. Ég átti kasettuna(Deio) og hlustaði á hana á milli Reykjavíkur og Stokkseyrar þegar pabbi lagði þar malbik eða olíumöl öllum stundum.

Fyrr má nú aldeilis fyrrvera er plata sem tímans tönn hefur ekki náð til svo að ekkert sést á henni, nema eintakinu sem var til heima, Daði komst í það 3 ára gamall og fannst gott að dansa tvist ofan á þeim á gólfinu (það er ekki að spyrja að svartamanninum þegar dansinn er annarsvegar). En þeim sem vilja nálgast a.m.k. Deo plötuna er bent á Ebay vefinn, þar rakst ég á hana fyrr í dag og vona að hún sé ekki seld nú þegar.

Umhverfis jörðina á 45 mín var og er í miklum metum hjá mér, minnir mig alltaf á Sigga Breik, ef einhver man eftir honum??


3 Comments:

Blogger Pooran said...

Maður hefur varla undan að halda í við þig, en fyrir alla muni ekki hætta, þetta blog þitt er byrjað að virka sem lyklar á minningahirslur sem voru svo ryðgaðar að það brakar í heilanum er lokið upp.

Ég segi eins og gríslingarnir við vinnustað Sváfnis "Meira, Meira!"

8:25 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Ja hérna hér, þetta er að hitta í mark og endar með því að ég verð of sjálfum glaður og kærulaus við skrif og uppsettningu...en ég mun ekki hætta fyrr en ég við erum komin til ársins 2006 ; )vonandi fylgiði mér þangað. Það væri gaman að fá eitthvað í líkingu við þetta frá fleirum.

8:48 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Þá er ég að meina hvort menn fari ekki í gegnum söguna hjá sjálfum sér...

2:22 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home