Frískir fætur
Svona líta þeir út í dag fætur mínir. Ég tók þessar myndir áðan af ristinni minni fínu sem hefur tekið töluverðum breytingum síðustu daga, bólgan að hjaðna ofl...Set á mig spelkuna á morgun eða hinn og fer að ganga vonandi fljótlega. Frá náttúrunnar hendi hef ég nú ekki fengið mikinn fríðleika á þennan líkamspart en þessi bólga hjálpar ekkert til með yndisþokkann. En ég veit ekki hversu vel myndirnar prentast og þá hvort fólk greini muninn á bólgni rist og ekki.
5 Comments:
Úff maður minn þetta voru nú ekki fallegir fætur fyrir. Drekktu nú vel af epplasafaediki og hunangi og þú verður eins og nýr maður.
Neeeiiii ekkiiiii eplasafaedik...
Éttu meira hor... þessir fætur eru viðbjóðslegir!
æjæjæjæjæ hvursu lengi máttu búast við að eiga í þessu elsku kallinn minn?
Ég verð nú að segja að ég er alltaf skárri með hverjum morgninum og bólgan hjaðnar. En þessar tær verða ekkert frínilegri nema með aðgerð, ef þú ert að spyrja um það..
Skrifa ummæli
<< Home