1982-1985 nr. 1. Ísland
Ego í mynd kom út 1982 og hlustaði ég mikið á þá plötu í gegnum Þórhall bróðir minn og einnig Sumar á Sýrlandi sem Stuðmenn gáfu út 1970 og eitthvað. Seinna meir komu svo Stuðmenn með myndina og plötuna Með allt á hreinu og slóu rækilega í gegn hjá mér og fleirum. Fingraför Bubba náðu mér líka vel þar sem Fatlafól og Lög og regla voru fyrstu lögin sem ég hlustaði á og hljómuðu í útvarpinu eða á Rás 2 sem er nú kominn til sögunnar og þar var spiluð aðeins meiri alþýðutónlist en gert var á Gufunni.
Árið 1985 gefur Bubbi út Konu-plötuna. Ég er 12 ára það sumar (verð 13 í nóv) og fannst þessi plata ágæt, ég átti svo eftir að rifja upp kynnin við hana þegar ég fór að leika á langspil seinna á ferlinum.
Árið 1985 gefur Bubbi út Konu-plötuna. Ég er 12 ára það sumar (verð 13 í nóv) og fannst þessi plata ágæt, ég átti svo eftir að rifja upp kynnin við hana þegar ég fór að leika á langspil seinna á ferlinum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home