Hin rétta nr. 300 þús.
Eins og Þórhallur greinir frá hefur hún Ása orðið 300.000 aðasti Íslendingurinn við það að ganga í heilagt hjónaband með engum öðrum en Gylfa Jósafin Þórlindssyni. Gylfi og tvíburarnir voru að vonum kampa kátir þegar til þeirra spurðist en þeir voru út í hjáveitugöngum og gátu því ekki tekið við heillaóskum. Forsætisráðherra lét senda eftir viðurkenningarskjalinu sem hann hafði fyrr í vikunni afhent foreldrum nýfædds drengs sem þá var ranglega talinn vera þrjúhundraðasta Íslendingurinn, en hann fæddist í Keflavík. Viðurkenningarskjalið komst svo í hendur Ásu að lokum, eftir að foreldrarnir suðurfrá létu það af hendi, sem og flest annað sem þau fengu að gjöf vegna þessa.
Við viljum óska þeim Gylfa, Ásu, og tvíburunum innilega til hamingju.
Við viljum óska þeim Gylfa, Ásu, og tvíburunum innilega til hamingju.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home