miðvikudagur, janúar 11, 2006

1987-1989

Þarna fara nokkur leitunar ár í gang. Maður hlustar mikið á útvarp og þekkir nánast hvert einasta lag. Útvarpsstöðin Bylgjan er að byrja svo framboðið varð aðeins meira af tónlist.

Rappið er að koma sem er nokkuð sem ég hef ekki náð að stilla mig inn á. Duran Duran voru að splittast upp svo ég varð að finna mér eitthvað nýtt til að halda upp á. Mikið er spilað af Depech Mode og Prince en ég náði því heldur ekki.

Whitney Houston gefur út sína fyrstu skífu og þar eru nokkur lög sem ég kveiki á (spurning hvort um Suzie Quatro syndróm sé að ræða hér). Ég fer til Svíþjóðar í unglingaskipti prógram og nýt þar almennra kvennhylli í tvær vikur, heima og heiman reyndar, því við íslensku krakkarnir fórum út í tvær vikur og svo fylgdi sænski hópurinn okkur til baka og dvaldi hér í tvær vikur, þannig að þetta var mánaðar tímabil í kvennhylli (þetta var fyrir þig Erpur)

Nú líður og bíður, ég og Njörður, vinur minn, förum að ræða tónlist á dýpri nótum enn fyrr, ekki bara hvort grunur okkar á því að Alli (vinur minn sem bjó neðar í götunni) væri að laumast til að hlusta á Wham plötuna. Nei, Njörður átti kasettu(sem hann hafði tekið upp sjálfur), á annari hliðinni var Konuplatan hans Bubba M og hinumegin var Bob Dylan og Jonny Cash að syngja, hvor með sínu nefi. Þetta var Nashville Skyline platan. Þeir hljómuðu einstaklega skringilega saman ekki ósvipað þegar maður heyrði Bubbi og Megas syngja saman fyrst. Bob beitti röddinni eins og loftbóla væri föst í hálsinum á honum. Meðvitað eða ómeðvitað tileinkaði Njörður sér þennan söngstíl lengi vel en hann hefur að vísu komið víða við í söng svo ekki er hægt að tala um einn söngstíl þegar Njörður er annarsvegar. En þessi plata Dylans fékk mig til að líta öðrum augum á Kántrý tónlist, ekki það að ég hafi farið að stíga línudans eða kaupa mér Dolly Parton plötur, heldur sú fullyrðing að öll tónlist sé góð nema Kántrýtónlist var ekki sönn.

U2, Mötley Crue, Def Leppard og Metalica eru að kítla hlustirnar líka seinni part 9. áratugarins.

5 Comments:

Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Það var mikið. Ég hef verið að fygljast með í allan dag og var satt að segja farin að örvænta um að ekki kæmi tónlistarpistill í dag.
Áfram Arnies!

6:49 f.h.  
Blogger Refsarinn said...

Umrædd kasetta Njarðar endaði lífdaga sína í catepillar gröfu Malbikunar þar sem ég spilaði hana í tætlur. Líklega það eina sem náð hefur eyrum mínum með BD. Ekki svo að skilja að ég sé eitthvað að daðra við köntíið.

6:58 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Nú nú ertu alveg viss um það, þetta með spóluna og Cat-gröfuna?? Því á þessari spólu var fyrsta upptakan með mér og Nirði. Njörður spilaði á rafmagnsgítar og ég á trommur, þarna var frumsaminn blús og eitthvað meira, tekið upp í herberginu sem Aðalheiður er í núna.

7:10 f.h.  
Blogger Refsarinn said...

Jamm 99%

7:58 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei og aftur NEI, Wham komst aldrei á spilarann minn og hana nú.

2:20 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home