þriðjudagur, janúar 10, 2006

1982-1986 nr. 2 erlent. 80 popp

Hér fer allt í einn graut, unglingurinn tekur til sinna ráða og fer að hlusta á það sem hann vill en er óneitanlega undir áhrifum frá sér eldri frændum, bræðrum og systrum og vinum.

Billy Ocean sá um að vekja mig á morgnana og setti ég kasettuna með honum í tækið að kveldi og stillti á lag sem heitir "when the going gets tough, the tough gets going". Pabbi eða mamma komu svo upp að morgni og vissu að þau áttu að setja teipið af stað svo ég myndi komast á lappir.
Lagið hefst á miklum kór sem endar í miklu "klæmaxi" þar sem þeir syngja titil lagsins í einskonar keðjusöng sem endar svo á því að allir í einu segja "tough!!" með tilheyrandi eighties ekkói...við tekur rafmagnstrommubreik sem leiðir okkur yfir í bassa bassalínan sem hookar mann inn í lagið sem verður til þess maður hlustar til enda. En það var nú þannig að í næstu herbergjum við mig voru Sváfnir og Þórhallur sem voru, að öðrum ólöstuðum mín idol og ætlaði ég aldeiliss að ná til þeirra með þessu góða lagi. Skemmst er frá því að segja að það virkaði ekki og þeir gera enn grín af mér fyrir vikið.

Duran var aðal málið, ég fékk kasettuna Arenu sem var "tónleika" kasetta í 12 ára afmælisgjöf hef ekki hætt að brosa síðan.

Van Halen kynnist ég í gegnum Þórhall ásamt öðru þungarokki 9. áratugarins, Iron Maiden. Svo fór maður að prufa Simple Minds og U2.

5 Comments:

Blogger Refsarinn said...

Arnar það er sem tappi hafi verið tekin úr kampavísflösku eftri að hafa verið hrist laglega. Slíkur er atgangurinn. Eitthvað hefur þó hugurinn farið á undan lyklaborðinu eða myndirnar ruglað til textan.
Gættu þín á því að þú átt nokkrar vikur eftir í gibsinu og það er mikilvægt að 2006 renni ekki of snemma upp, við viljum fá sem mest út úr þessari yfirferð.

10:57 f.h.  
Blogger Pooran said...

Jamm, verð að viðurkenna að ég er sammála ´the ultimate punisher´það má ekki fara of greitt. Kannski væri mál að nefna á sama tíma hvaða stúlkur voru þér við hlið á sama tíma... en um leið og ég segi þetta kæri frændi, þá rámar mig ekki í stúlknaflóð er það kemur að þér, kannski það verði næsti listi! Bond stúlkurnar mínar frá ´72 (Stella sem henti í mig snjóboltum í leikskóla) til Helgu, barnsmóður með tilheyrandi meiru. Daccord, hættur að reyna að vera fyndinn, haltu bara áfram að sjúga upp í nefið og klára ekki af disknum, álfkonan kemur að lokum. (Sá sem skilur ekki þessar línur á ekki heima á þessu bloggi).

1:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þetta er gaman að heyra Erpur. Burt þá sem þekkja ekki til og nalluf tmmaks anokflÁ!!

annonímúss

12:05 f.h.  
Blogger Smútn said...

Botna ekkert í þessum ungu mönnum og harðneita að gefa þeim eftir eitthvert alræðisvald um hvar ég eigi heima og hvar ekki. Eins og góð kona sagði: "Það ætti að taka hausana á ykkur og skella þeim saman þangað til heilinn lekur út..."
Og getiði nú hver konan er og (til að gera þetta erfiðara), við hvaða tækifæri hún lét þessi orð falla?

ArNIES, láttu ekkert stoppa þig, haltu áfram á fullum krafti, það veit engin hvenær dregur fyrir gluggatjöld andagiftar.
Hana-nú!

2:57 f.h.  
Blogger Fjalar said...

Þetta er dásamleg yfirferð. Ég pant slíta liðband næst!

3:32 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home