þriðjudagur, janúar 10, 2006

Þórhallur fermist . 1982-1985 nr.1 erlent

Einhvernveginn er mér ómögulegt að aftengja þessar plötur við sigarettur, kaffi, Morgan Kane og haframjöl. Í fyrsta lagi þá sat Þórhallur eftir fermingu inn í stofu, reykti sigarettur, las Morgan Kane, drakk kaffi og hlustaði á Stiff og Pink Floyd.

Dæmi:Ég kem heim úr skólanum og Þórhallur á sínum stað, ég fer fram í eldhús, er svangur, ekkert til jú nema haframjöl. Set það á disk, vel af sykri út á (ekki var kakó til staðar nema á Bjarnhólastígnum) og mjólk. Svo er þessu skóflað í sig og ég borða kannski 2-3 diska af þessu við undirleik Stiff og Floyd.

Ég verð að viðrukenna að ég átti í verulegum vandræðum með að melta Pink Floyd the wall og átti margar þræturnar við hann Þórhall minn um það. En 2-3 árum seinna er ég orðinn "húkkt" á þessa plötu og er enn, verð að hlusta á hana með reglulegu millibili. Stiff gat ég auðveldlega melt með haframjölinu og áttu þeir vel upp á pallborðið hjá mér. Sjálfsagt hafa Utangarðsmenn og Egó virkað sem hörfræ á tónlistarmeltingar veg minn þannig að Stiff runnu ljúflega í gegn. (skáldlegt er það, en fyrir þá sem ekki vita þá virkar ein matskeið af hörfræjum með glasi af vatni í nokkrar daga, vel á þrálátt harðlífi)

4 Comments:

Blogger Refsarinn said...

Magnaður tími maður minn magnaður.

7:11 f.h.  
Blogger Smútn said...

"Sjálfsagt hafa Utangarðsmenn og Egó virkað sem hörfræ á tónlistarmeltingarveg minn..."

Þessi setning er einstök í mannkynssögunni og ber stílsnilld þinni gott vitni. Haltu áfram, höfuðsmaður!

7:20 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Mér er þakklæti efst í huga þegar menn bera það á torg að ég sé stílsnillingur og höfuðsmaður í ofanálag, þökk.

7:35 f.h.  
Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Mér finnst alveg hreint ótrúlegt að sjá þessi plötualbúm aftur. Ég var algrjölega búin að gleyma flestum þeirra en um leið og þau eru borin augum þá flæða allskonar skringilegar tilfinningar og jafnvel lykt yfir skilningarvitin. Maður minn þetta er skemmtilegt.

7:57 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home