fimmtudagur, janúar 12, 2006

1990-1993 aðeins af sjálfum mér, tengt tónlistaruppeldi

Á þessum árum(c.a. 1989-1993) er ég í malbikinu, eins og lög gera ráð fyrir. Þarna unnu menn sem voru mikið að grúska í tónlist. Ber þá fyrst að nefna Lárus gítarleikar og vin Þórhalls. Hann hlustaði á mjög skrítna tónlist en hafði líka eyra fyrir ýmsu öðru sem var ekki skrítið og var að nema klassískan gítarleik.

Nonni (Jón Örn) gítarleikar og aðalspraut Bootlegs manna, hann var eitthvað lítið að spila með þeim þetta sumarið og stofnuðum við því tríó, ég lék á trommur, Almar á bassa, og Nonni söng og spilaði á gítar. Við æfðum sem óðir væru. Nonni hafði gríðarlegt vald á rafgítar sínum og var aðdáunarvert að sjá hann syngja hástöfum og taka gítarsóló um leið.
Nonni kom með kasettu í vinnuna með Police, áhana var mikið hlustað í pásum og þegar þurfti að bíða eftir biki, eins og menn þekkja sem hafa komið nálægt þessum bransa þá gat hangsið verið oft ansi mikið.

Sama sumar var Davíð nokkur að vinna hjá karli föður mínum. Hann var dálítið skritinn náungi líka, en kom í ljós við nánari eftirgrenslan að hann var söngvari hljómsveitar er hét Rauðir fletir. Sú hljómsveit hafði náð hatindinum 1987 með laginu "Þögn af plötu". Davíð hafði háar hugmyndir um tónlist og hvernig átti að slá í gegn og var hann stöðugt í þeim pælingum.

Við, að sjálfsögðu, gengum á lagið og hófum æfingar með honum. Það var æft stíft(sama uppstilling sem fyrr, Almar, ég og svo Davíð), sömdum lög og pikkuðum upp. Svo kom að því að Davíð þurfti að fara erlendis , nánartiltekið til Kýpur að vinna á bílaleigu, en hafði viðkomu í London þar sem hann ætlaði að taka upp þessi lög(demo) sem við höfðum samið með honum. Hann ætlaði svo að snúa heim með meistaraverkin og heimurinn átti að liggja að fótum okkar. Náunginn sem hann vann fyrir í Kýpur ætlaði að gera hann að stjörnu, að hans sögn, og borgaði sá studioið og ferðir fyrir hann fram og til baka ofl.

Davíð fór út, kom til baka með þessa kasettu fulla af lögum. Á spólunni mátti heyra söng og hógværan rafgítarleik Davíðs, svo var bætt ofan á það með tölvu trommuslætti og bassalínum, allt samkvæmt nýjustu tækni. Við hófum að æfa aftur og ná því sem hann hafði sett á teip, en Davíð þurfti að fara út aftur og síðan hefur ekki meira til hans spurst. Spólan er til fyrir áhugasama.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jamm þetta er unaðslegt - ekki samt fara of hratt.
sem minnir mig á það, hvenær ætlaru að skila Blús fyrir Rikka plötunni?

5:20 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

He he...þetta er samt varla fyndið því máliði er í frosti, eftir að ég keypti tvöfaldan disk í fríhöfninni 1999 og kom honum yfir á Kóp 4, Björn tekur við honum og ég segi honum að láta Njörð hafa þetta því hann eigi þetta...einhvernvegin komst þetta ekki til skila og þetta eru sár sem rifna upp þegar þessi plata er nefnd,ég ætlaði varla að þora út á þessar brautir hér.

5:28 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Ég þarf bara að bíða hérna því menn segja mig fara of hratt yfir sögu, ég verð að halda áfram!

5:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jamm þetta er þyngra en tárum taki... "yfir á Kóp 4"? og hvað þýðir að hafa ekki söngstíl? að geta ekki sungið? ertu að segja að ég sé feitur? (broskall ef það sýrufyrirbæri væri ekki alveg dautt)

5:55 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ok - hvað varstu að hlusta á í Mercury Topaz? af hverju fórstu að spila á trommur? var það af því að Roger Taylor var "fyndnastur en samt feiminn og spilaði fótbolta"?

5:57 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Mecury Topaz var bara með Útvarp svo Aðalstöðin var málið. Fór að spila á trommur 13 ára, fékk sett í fermingargjöf. Njörður var að syngja í kór og í óperunni, og sem trúbador og svo í Jón Sló pönkgrúbbunni þar sem hannöskraði allt voru þetta mismunandi söngstílar og þá er ekki hægt að tala um einn söngstíl þegar hann er annarsvegar, nema ef við tökum einn stíl út, þá er það Aron Neville loftbóluröddin sem hann notar mest :)

7:32 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home