miðvikudagur, mars 08, 2006

Ísland v.s. þýskaland

Jæja þetta grín með hana Piu er aldeilis farið að vinda upp á sig. Nú kíkti ég inn á vefinn hennar og hún virðist hafa fundið það út að ég setti mynd af henni inn á vefinn minn og var að skrifa um hana. Þá er fjöldinn allur af fólki að reyna að rýna í textann minn hér á undan, og hafa fengið í lið með sér síðu sem þýðir á milli tungumála. Einhver hafði kommenterað og sett inn linkinn og mynd af Ívari Fannari í öskudagsbúningnum ofl...

Nú spyr ég ykkur fróðu menn þarna úti, er eitthvað ólöglegt við þetta að taka svona mynd af netinu og setja inn á síðuna hjá sér og jú bulla eitthvað um þessa ágætu konu??

Og líka það að benda á síðu hennar með link í textanum mínum??

9 Comments:

Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Nú nú nú þetta er nú aldeilis að verða spennandi.
Fór inn á vefinn hennar en fann ekkert af því sem þú talaðir um :( (nennti auðvitað ekki að stautast í gegnum þýskuna, svo það er kannski ekki skrítið).
Ég veit ekkert um lagalegu hliðina á þessum málum.

2:36 f.h.  
Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Heirðu jú ég fann þetta. Skrítið að sjá nafnið sitt í miðjum svona texta (þar sem verið er að þýða textann hans Arnars)

2:43 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Eimmitt þetta er soltið spes, og svo er einn af þeim sem er að kommentera með link inn á myndina af Ívari á Öskudaginn...þetta minnir mig óneitanlega á það þegar ég og Bjarney vorum að fíflast í gamla ferðaútvarpinu heima og komumst inn á einhverja rás og við vorum þess fullviss að við hefðum verið að tala við einhvern kall í gegnum útvarpið, þetta er álíka spennandi : )

4:31 f.h.  
Blogger Pooran said...

Hef hér með opinberlega veitt þér minn stuðning í þessu stórskemmtilega máli.

5:36 f.h.  
Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Já ég man eftir þessu með útvarpið. Varst þú ekki með mér þegar kallinn í útvarpinu skammaðist yfir því að það væri einhver að hlusta? Líklegast sjómaður að tala til lands.

7:26 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

That was me : )

Pooran, takk fyrir stuðninginn, hann er ómetanlegur...

7:31 f.h.  
Blogger Refsarinn said...

Þetta er kol ólöglegt og þýskar net sérsveitir munu brátt koma heim til þín meðan þú sefur og láta þig undirgangast þýskar pyntingar sér sniðnar að netdónum.

9:19 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Grafinn lifandi kannski :/

10:11 f.h.  
Blogger Refsarinn said...

Látinn flísaleggja einhvern heilann helling fyrst ;)

12:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home