miðvikudagur, janúar 11, 2006

Þungarokkið 1989-1990

Þarnar í myndastaflan vantar bara glisrokksveitina sænsku Europe. Því þar hefst þungarrokksbyljgan fyrir mér, með Final countdown og Living on a prayer með Bon Jovi(ég hafði náttúrulega hlustað og heyrt í AC/DC, Van Halen ofl, en það var annarskonar). Þarna var búið að ná okkur Whitney Houston liðinu til að hlusta á eitthvað þyngra. Gary Moore var svo líka í þessari létt-þungavigt með grípandi gítarsóló. G'N'R koma svo í kjölfarið með Paradise City, Welcome to the jungle og fleiri lög af Apetite plötu sinni sem hristi vel upp í tónlistarlífinu og manni sjálfum á þessum tíma. G'N'R voru töluvert þyngri, hrárri og ljótari enn Bon Jovi í ofan á lag.

Ég var við það að fá bílpróf þarna á þessum tíma og man að ég haði tekið upp mikið efni á kasettur til að hafa í Möztuni minni fínu. Það efni sem fór á kasetturnar var mikið af David Bowie, Bubba (Utangarðsmenn, Egó, Ísbjarnarblús) . Whitsnake, Cult, Bruce Dickinson fengu svo að fljóta með ásamt Simon og Garðfíklinum ofl....

Sjálfur var ég dútla við það að spila á trommur á þessum tíma og var farinn að geta spilað La bamba með ágætum árangri á gítar ásamt Lóa, Lóa, Lóa...með Megasi og jú Desire með U2 líka, allavega byrjunina á því lagi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home