þriðjudagur, janúar 10, 2006

1980-1982

Líður nú og bíður, rokkið fer að koma sterkara til leiks en menn sáu fyrir. Ég og Daði sungum "spaghettí" af vankunnáttu á enska tungu, í stað "Tragedy" eins og þeir BeeGees bræður gerður svo eftirminnilega á samnefndri plötu, annað á þessari plötu var ekki mjög áheyrilegt nema lagið "How deep is your love". Suzi Quatro, hvað getur maður nú sagt, albúmið frábært!! Ég man bara eftir einu lagi á þessari plötu, það var eitthvað "rock you!!" man ekki meira, en hún var með ramagnsgítar og jú rafmagnstrommur og þetta höfðaði eitthvað til mín og jú pabba líka, hann keypti þessa plötu. Frændur mínir og jú eldri bróðir voru farnir að hlusta á Utangarðsmenn, Fræbbblana og Clash svo það var í bakgrunni og skilaði sér seinna í hlustun á þessar hljómsveitir.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Tradegy? Lagið heitir tragedy, en þeir syngja spaghetti... eða...

annonímúss

11:53 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home