mánudagur, janúar 09, 2006

1.2. og 3 þáttur








Þess ber að geta að ég hlustaði ekki bara á Bítlana, Abba og Boney M. Ónei, hér eru plötur sem ég eiginlega gleymdi sem við getum lagt yfir þessi tímabil sem hingað til hafa verið birt eða frá fæðingu 1972 og allt til ársins 1982(ég er reyndar bara kominn til ársins 1980 eins og er).
En ég verð að minnast á nokkuð sem ekki er mynd af hér að ofan, og ég hlustaði gríðar mikið á en það er Ævintýri í Maraþaraborg. Þar fer Helgi Skúlason á kostum, lék meðal annarra hlutverka mömmu flöt og krabba Kubb. Ekki má svo gleyma Gunna Þórðar, Bo Hall og Tomma Tomm sem gerðu vísnaplöturnar skemmtilegu, Út um græna grundu ofl...

4 Comments:

Blogger Refsarinn said...

Ævintýri Maraþaraborgar eru táttlega tímalaus klassík.

1:54 e.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Já sammmála þar, en það er ein vanmetnasta snilld sögunnar, það virðist enginn þekkja þetta ævintýr!!

3:13 e.h.  
Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Oh já ævintýri í Maraþaraborg, það sem ég hataði Krabba Kubb og var skíthrædd við hann í leiðinni.

Svo var þar barnaplata Megasar, eða kom hún seinna? "Kallinn undir klöppunum, klórar sér með löppunum og ber sig eftir krökkunum á kvöldin." Muniði eftir þessu?

12:32 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Já auðvitað, Daði hlustaði á þetta...ég keypti mér þessa plötu fyrir nokkrum árum, hún er ágæt. Sérstaklega setningin "og þá var kátt í höllinni, höllinni,.." svo segir hann í að lokum "...hööllenneeee" með dálaglegri flámælgi og Megasarhreim, mjög sniðugt.

2:30 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home