miðvikudagur, janúar 11, 2006

Óminnishegrinn gerir vart við sig 3Ekki má nú taka það af Bjarneyju að hún spilaði og átti Sting plötuna hér til hliðar og Graceland Páls Símonar og hljómuðu þær oft úr Radio-nette græjunum viðarlituðu sem við fengum eftir að gráiplötuspilarinn gaf upp öndina sína. Ég man að hátalararnir voru stórir en aftan á þeim stóð að mig minnir 35w sem þykir nú ekki mikið, ekki í dag né þá.

En ástæðan fyrir Billy Joel er atriði sem ég get ekki gleymt og átti sér stað á Kóp. 4. Unglinganir (ætli fullorðna fólkið hafi ekki verið þarna líka, man ekki alveg) ég hef verið 12-14 ára c.a. árið hefur verið 1985eða 6. Þarna eru staddir Þórhallur, Sváfnir og Magnús Árni og einhverjir fleiri drengir. Sváfnir leikur á pianó og Maggi syngur "Piano man" lagið(ohh hann er svo góður hann Leonard Cohen :D) af slikri innlifun að annað eins hefur ekki sést síðan systurnar Harðardætur(nánartiltekið sú yngsta og sú elsta) dönsuðu á baklóðinni sumarið áður. Þetta atriði er greypt í huga okkar Daða a.m.k. og kannski Erps líka (þá á ég við söng Magnúsar, það muna ekki eins margir eftir dansinum, allavegana ekki systurnar)

2 Comments:

Blogger Pooran said...

Þú ert gjörsamlega að fara með mig Arnar... hvernig getur þú verið svona grimmur (var það ekki einmitt Stella með snjóboltana sem sagði það sama þegar þú sagðir stoltur, þá snúandi Gunnari á Hlíðarenda á hvolf... "Koss!" "Ónei kæra... þú hlustar á Wham!" Nei ok, það sem ég meina er... hvað ég vildi að það væri 2094 og þú ættir það mörg ár eftir að "covera". Ég er búinn að kúka, svo eini kvenmaðurinn hér hlustaðu... ég er búinn!!! (En frá hjartanu, gaman að sjá þig hér)

7:16 e.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Hafðu þökk fyrir ; )

2:36 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home