fimmtudagur, janúar 12, 2006

1991









1991 er gríðarlega magnað ár í tónlistarsögunni. Allar þessar plötur komu út þetta ár. Ég heyrði fyrst í Nirvana í bílnum hjá Almari upp í MK. Þeir(Aggi og Almar) höfðu heyrt lag af þessari plötu á skemmtistaðnum Tunglinu kvöldinu áður og keyptu plötuna með það sama. Ég keypti mér gripinn fljótlega og fannst þetta rosalegt!! Hvert lag, hljómfagurt, einfalt og rokkað, hljómaði hvert á fætur öðru og mér fannst þetta það langflottasta sem ég hafði heyrt. C.a. mánuði síðar kaupi ég mér Perl Jam, Ten, og það var önnur tónlistarlegupplifun sem var frábær, aðra eins snilld hafði ég vart heyrt áður.

Achtung plata U2 kom líka þetta árið, Njörður féll fyrir henni og ég í kjölfarið. Við Njörður stofnuðum hljómsveit upp frá því með dreng sem heitir Halli og spilaði á bassa. Við ætluðum aldeilis að spila tónlist í anda þess er U2 gerði á nýju plötunni og Stone Roses og fleiri svona rokk-grúbbur þess tíma, þær voru með undirtakt í ætt við danstónlist.

Hljómsveitin fékk nafnið Jón sló en Gunna rakaði, og hituðum við upp fyrir Kolrössu krókríðandi í Grindavík. Þær voru ekki mjög þekktar þá en unnu músiktilraunir þá um vorið og urður þekktar upp frá því. Njörður söng(öskraði segja sumir) og lék á rafmagnsgítar, Halli á bassa og ég á trommur. Og það er kannski skemst frá því að segja að ég annmarkar í tónlistarlegri getu okkar gerði það að verkum að úr varð argasta pönk með einstaka dans-trommuslagi inn á milli. Video upptaka er til af æfingu af hljómsveitinni, áhugasömum er bent á að hafa samband við Njörð, hann er með spóluna.

Extreme gaf líka út lagið More than words sem gerði það að verkum að ég æfði mig aðeins meira á gítarinn.

Ég horfði líka til baka og fór að hlusta meira á Led Zeppelin, Leonard Cohen, Deep purple og Cat Stevens.

4 Comments:

Blogger Fjalar said...

Síðast þegar ég heyrði (og las) svona djúpar pælingar og oft frekar ómerkilega tónlist þá fylgdi því mjög subbuleg axarnotkun, útbreiddir plastdúkar og mikið, já mikið af blóði. Ég verð þakklátur fyrir helti Arnars því hún er það eina sem kemur í veg fyrir það að þessi Icelandic Psycho komi heim til mín með öxina sína, heggur mig í tætlur á plastdúknum sem hann tók með sér, um leið og hann segir mér eitthvað svipað og "Take the lyrics to Land of Confusion. In this song, Phil Collins addresses the problems of abusive political authority. In Too Deep is the most moving pop song of the 1980s, about monogamy and commitment. The song is extremely uplifting. Their lyrics are as positive and affirmative as, uh, anything I've heard in rock."
Nema Arnars dauðaræða væri auðvitað á íslensku og hann mundi ábyggilega koma eitthvað inn á það að liðbandaslitið væri eftir allt saman mér að kenna...

3:29 e.h.  
Blogger Fjalar said...

Ef ske kynni að einhver átti sig ekki á því þá er þetta auðvitað úr myndinni American Psycho.
Annars er það eiginlega enn skemmtilegra að ég er einmitt að lesa High Fidelity eftir Nick Hornby þar sem flest allt í lífinu má útskýra ef ekki lagfæra með svo sem eins og einni vínylplötu.
Ég er hinsvegar standandi bit á þvi að þær tvær plötur sem ég man best eftir frá pössunarkvöldum á K4 skuli ekki komast á blað. Hér á ég að sjálfsögðu við Night at the Opera með Queen og Bat out of Hell með Meatloaf.

3:36 e.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Hey, Bat out of hell er kominn. En ég var með aðra Queen plötu sem ég bara man betur eftir vegna aldurs míns, en það er best off Queen-plata sem held ég Þórhallur keypti í kringum 80 og ég man eftir því þegar ég fann Night at the opera í safninu og varð ég aldeilis rasandi bit yfir að hafa ekki vitað af þessari plötu, en þarna hefur óminnishegrinn verið að verki, því mér leið þá eins og ég hefði aldrei séð þessa plötu.

5:08 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Shit, já þetta atriði úr American Psycho, ég var lengi að kveikja´á þessu...he he en hver veit humm, ég á svona plast, þarf að verða mér út um exi/öxi : )(finnst að það verði að vera broskarl hér fyrir aftan) : )

5:17 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home