Lárus
Svo allir séu með á nótunum, þá gekk leikurinn Lárus út á það að fara með skáp, ekki ósvipaðan þeim sem við sjáum hér, nema hvað að honum hefur líklega verið snúið á hvolf þannig að efsta hillan snéri niður. Skápnum var dröslaðu út á grasflöt á Bjarnhólastíg, svo voru allir á móti öllum í fótbolta og það var mark ef þú gast komið boltanum í hilluna á skápnum. Ein regla var þó fyrir utan aðrar knattspyrnureglur, það mátti ekki fyrir nokkra muni skora með langskoti, það varð að pota boltanum inn í skápinn. Pot var víst aðalsmerki Lárusar nokkurs Guðmundssonar knattspyrnumanns sem lék í þýskalandi með Urdingen á þessum tíma og fór verulega í taugarnar á Sváfni og því nefndi hann leikinn Lárus.
3 Comments:
Skondið það! Ég hef víst öll mín ár spilað þennan göfuga leik á röngum forsendum. Ég hélt alltaf að nafngiftin væri frá Lárusi "hinum komið". En nú hefur minn kæri frændi upplýst mig beint og óbeint að ég hef spilað frá hjartanu undir röngum formerkjum. Búandi hér í Frakklandi, þá neyðist ég til að sjá "highlights" af leikjum Liverpool á netinu og þegar lítið er að gera þá grefur maður dýpra. svo um daginn sá ég 15 mín "clip" af hetjunni Rush... í minningunni er hann "the ultimate" potari, en þegar maður sér manninn in action þá er hann svakalegur. potari my backside! Maðurinn er ekki af þessum heimi skal ég segja ykkur. Og hafi þið það! Over and Out!!!
Þetta er einmitt það sem ég varð var við þegar ég sá gamlan leik með Liverpool að hversu góður leikmaður Rush var, hann var að berjast og tækla út um allann völl og skilaði sínu í bæði spili og markaskorun, ég sem hélt einmitt líka að hann væri potarinn.
Ok. þá erum við að díla við smá kynslóðaskipti (burtséð frá að við Pooran erum jafn gamlir). Því 'Lárus' er fyrir mér hvíta verkfæraborðið á kópavogsbrautinni. Grunaði þó alltaf að ég væri að leika í einhverskonar skuggamynd!
hmm... alltaf er maður að komast að einhverju nýju! Aldrei getur maður bara hallað sér aftur og þóst vera með allt 100 % á hreinu.
The anonímúss
Skrifa ummæli
<< Home