mánudagur, janúar 09, 2006

Tónlist er hrifið hefur mig, 1. þáttur, tímabilið 1972-1979

Í næstu bloggum mínum ætla ég að fara í gegnum tónlistarsögu mína. Hvaða plötur hafa haft hvað mest áhrif á mig. Þegar ég ligg út af og hugsa til baka þá byrjaði þetta allt með Abbey road. Þegar Mamma og Pabbi héldu sín fyrstu jól saman (líklega 1969 eða 1970) þá áttu þau eina hljómplötu og það var Abbey road albúm Bítlana. Þessi plata hefur væntanlega verið mikið leikin á heimilinu næstu 5-10 árin því ég á mér nettar æskuminningar tengda þessari plötu.

Næst á eftir kemur svo Ram Pauls McCartney, líklega verið 4-6 ára þegar ég hlustaði sem mest á hana og skoðaði albúmið í þaula. Næst fór diskóið að heltaka mig og þar stendur upp úr Abbaflokkurinn frá Svíþjóð, hvort það var Arrival plata þeirra veit ég ekki alveg.
Af eðlilegum ástæðum birti ég ekki allt sem hefur mótað mig í gegnum tíðina.
Plöturnar munu koma í tímaröð, lesið frá vinstri til hægri : ) 3-4 í senn...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home