föstudagur, janúar 13, 2006

Exit...stage left

Hér gefur að líta hljómsveit(Rush) sem hefur verið starfandi frá 1971. Ég uppgötva hana 1991. Þetta er trió með hljóðfæralekurum sem eru ekki af þessum heimi. Bassaleikarinn syngur og tekur í hljómborð við og við, gítarleikarinn góður og trommarinn Niel Peart var sá sem ég hafði mest dálæti á. Daði ber eiginlega ábyrgði á þessu, því einhvern daginn eða kvöldið rekst ég á kassa, fullan af videospólum og þar var þessi videospóla á meðal annara, tónleikaspóla með Rush, Exit...stage left. Daði var að geima þessar spólur fyrir vinkonu sína (veit ekkert meira um það). En mikið horfði ég og hlustaði á þessa plötu, keypti mér cd-inn svo seinna.
En þess ber að geta að ég á ákaflega erfitt með að hlusta á þetta í dag, þarna úir og grúir af hraðri tónlist sem er ofkeyrð af kafla og taktbreytingum. Hljóðfæraleikurinn er eiginleg allt of góður að maður fær nóg. Ekki ósvipað því að hlusta of mikið á Mezzoforte, allir rosalega góðir í því sem þeir eru að gera en skilur lítið eftir sig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home