fimmtudagur, janúar 05, 2006

Minningarnar, þær tekur enginn frá manni : )

Hvað er þarna á ferðinni?? Jú þetta er nýleg mynd af hinum goðsagnakennda(eins og Erpur orðaði það svo réttilega) Bjarnólastíg 19. Við feðgarnir fórum í göngutúr um Digranesheiði og kíktum þarna einmitt fyrir utan. Ívar hóf að klifra í steinahleðslunni og mér gafst færi á að skoða staðinn um leið án þess að líta út eins og geðsjúklingur. En kannski er ég það, því ef ég fengi eina ósk uppfyllta myndi ég vilja komast þarna inn, innrétta eins og áður var (stofuborðið er til) og taka einn Skakklappa.

5 Comments:

Blogger Smútn said...

Svo væri hægt að spila einn "Lárus" úti á bletti!

12:50 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Jú einmitt...kasta bensín sprengjum í bílskúr nágrannans, fá sér kakó, kíkja á plötusafn Harðar, nú eitthvað var nú til af myndasögum, fara í fótbolta á gulaganginum, smella sér ofan í rörastaflana á planinu....

3:12 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Plötusafn Harðar. Onei, smápeningakrukkuna hans og kaupa grænan hlunkís í gulu-búðinni

8:20 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, anonymous er altså Daði

8:20 f.h.  
Blogger Pooran said...

Lengi lifi Skakklappi!!!

1:44 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home