miðvikudagur, janúar 04, 2006

Matur

Ég komst að því við morgunverðarborðið að ég hlít að hafa eitthvert dulið dálæti á illa útlítandi mat. Eins og segir í fyrri pistli mínum um jólagrautinn þá lítur hann frekar illa út en bragðast vel. Og ef við skoðum t.d. fisk þá er sá sem er ljótari yfirleitt betri en sá er sætari reynist. En af ljótum mat þá er það t.d. það sem ég háma í mig á morgni hverjum en það er hið svokallaða bland. Blandið er örugglega fundið upp af mongólítum því ég bragðaði það fyrst á Sólheimum í Grímsnesinu þegar móðir mín vann þar á árunum í kringum 1978 og hef ég haft dálæti á blandinu æ síðan og það sama má eiginlega segja um mongólítana, eða fólk með down syndrome.

Blandið góða samanstendur af haframjöli, kornflexi og svo er c.a. tveimur teskeiðum af kakói bætt í hvern disk fyrir sig. Sumir vilja hafa rúsínur þarna samanvið en ég tel það vera fásinnu. En þegar mjólkin er komin þarna út í bragðast þetta gríðarlega vel en lítur ákaflega illa út. Ég skora á menn og konur að leggja sér þetta til munns, þetta lítur illa út, en bragðið svíkur engann.

4 Comments:

Blogger Refsarinn said...

Hvernig væri nú að fá sér bara tvær teskeiðar af kakói og borða svo bara ristað brauð eins og annað fólk?

9:18 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Þetta hafði ég nú bara ekki hugleitt, góð hugmynd sem ég ætla að prófa á morgun...set kannski kakó á brauðið svo þetta líti nógu illa út

1:31 e.h.  
Blogger Fjalar said...

Ég man eftir því að hafa laumað kakóduft á haframjöl svo snemma sem í Stykkishólmi rétt upp úr 1970. O já o sei sei.

8:09 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Nú nú, þá fellur kenning mín um mongólitana, er þetta eitthvert nunnufóður??

1:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home