þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Elvis

Eitt kvöld í febrúar, var mér færð bók að gjöf, frá mínum ágæta vini honum Benna. Bókina gaf hann mér og sagði að ég sem tónlistarmaður þyrfti að vita meira um aðra tónlistarmenn. En þessi bók er um Elvis Presley frá sjónarhóli Priscillu, eða Sillu eins og við köllum hana.

Elvis A. Presley er kynntur til sögunnar sem hin geðugasti pervert. Þau hittast í fyrstaskiptið í þýskalandi 1956, þá er hún Silla 14 ára(fluttu með foreldrum sínum þangað því pabbi hennar var í hernum þar) en Elvis um 22 ára aldur. Elvis var orðinn vinsæll mjög en þurfti að sinna herskildu í landi Udo Dirkscneider (söngvari þýsku hljómsveitarinnar Accept sem var vinsæl 1984)

Það sem er svo augljóst í þessu er að Elvis kallinn er gjörspilltur strákur sem getur fengið allt sem hann vill 22-24 ára gamall og nýtir sér það í botn, ekkert ósvipað honum Jackson okkar í dag. Hann tekur svefntöflur til að sofa á daginn svo hann geti haft nóttina fyrir sig og skemmtanir og tók óhikað örvandi til að vaka.

Hann er með þjónustu lið sem gerir allt fyrir hann, græjar hótelherbergi með hans dóti svo honum líði vel og pakkar niður í töskur og innréttar rútur sem hann svo ekur til t.d. Vegas þegar hann langar.

Svo er hann með hina óspjölluðu Sillu í þýskalandi og vill eiga hana sem slíka. Elvis var búinn með sína herskylduna í Þýskalandi og var farinn til USA. Silla þurfti að vera áfram meðan faðir hennar lauk sinni skyldu og hún þurfti jú að ljúka 9. bekknum þar. Á meðan var hann náttúrulega að gera það sem honum sýndist meðan hún beið eftir honum. Gjörspilltu krakkinn hélt þau partýin þegar hann vildi.

Já hann Elvis kallinn...kannski á maður ekkert að lesa um svona goð, þetta leggur ýmind mína af honum á hliðina...Ekki ósvipað því þegar maður heyrði fyrst af því að Lennon, þessi "friðelskandi" maður, hafi búið til glaeraugnatísku fyrir konur heimsins með hnefahöggum sínum sína á Yoko Ono.

2 Comments:

Blogger Refsarinn said...

Hann var samt hel kúl.

8:43 f.h.  
Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Ljótt er ef satt er.

12:14 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home