föstudagur, febrúar 17, 2006

Af þarmagusti og strætóferðum


Bjarney segir frá skemmtilegri strætó ferð hér á síðu sinni. Í stað þess að kommentera á það með löngu komenti hjá henni, ákvað ég að blogga mig í gegnum þetta. Hún setti fram þá spurning, fyrir ykkur sem eruð ekki búin að lesa hennar frásögn (sem ég hvet alla til að gera) hvað hún hebbði átt að gera vegna þessa mikils, ja leyfist mér að segja, endaþarmsfnyks sem stafaði af manninum sem sat fyrir aftan hana í strætó, fyrir utan andremmuna sem frá honum kom ofan á vínlykt ofl...

Þessi litla saga sem kemur hér á eftir er sönn og gæti virkað sem gott ráð handa systur minni og fleirum ef svona atriði eins og hentu hana í strætó koma upp.

Leið 5 í kringum 1987-8 ók Kleppsveginn og Sæbrautina svo oft var mikið um fólk sem var á "Kleppi" í þessum strætó (allavegana ímyndaði ég mér það, gæti líka hafi verið að vinna í verksmiðjunni þarna rétt hjá sem var verndaður vinnustaður).

Ég notaði þessa strætóleið til heimsóknar til Aðalsteins (Alla) vinar míns sem hafði nýverið flutt úr vesturbæ Kópavogs á Kleppsveg. Einn sumardag er ég á leið heim í leið nr. 5, stekk upp í strætó og það eru ekki margir um borð en slæðingur þó. Sætin voru úr gervileðri, græn að lit, ekki svona efnis sæti eins og í dag. En miðjavegu í strætó, c.a. þremur sætröðum fyrir aftan mig, situr feitlagið par frekar en karlvinir, (nema þeir hafi verið báðir karlmenn og par, hvað veit maður???) Þybbið fólk sem leit út fyrir að ganga ekki alheilt til skógar hvað vitsmuni varðar.

Annar þeirra hefur vindleysingu úr óæðri enda, svona frekar stutt fret en með dálaglegu hljóði. Ekki var neitt um að villast þarna því ég gat heyrt vel hvað var í gangi og það tók vel undir í græna gervileðrinu. En svo vill til að félagi hans, kona eða karl segir í hvert skipti eftir að hinn rekur við "skepna!" Svona gekk þetta í 5-7 skipti, hinn prumpaði, heyrðist þá jafnharðann í hinum "skepna!" svo koma aftur prump!! "skepna!!" osfrv...

Svo það hefði verið gott fyrir þig Bjarney að snúa þér við og segja, SKEPNA!! og færa þig svo um set.

7 Comments:

Blogger Refsarinn said...

"Skepna" er reyndar orðið standart viðkvæði í þessari fjölskyldu ef mér sköplast ekki.

1:56 f.h.  
Blogger Pooran said...

Alltaf hélt ég að þetta væri frá Ómari komið!

8:20 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Ja það verð ég að viðurkenna að ég var alveg búinn að gleyma þessari sögu bara þangað til ég las frásögn Fransínu

5:00 e.h.  
Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

ha ha ha, bara ég hefði vitað þetta fyrir mína strætóferð...

3:09 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

He he, man eftir þessum merka atburði hann mótaði allan afturenda söng það sem eftir lifði, "skepna".

2:03 e.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Er þetta Aðalsteinn sjálfur?!! Gaman ef satt er : )

3:01 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jú jú, sá er maðurinn. Gaman að líta yfir stigin spor á vefnum þínum. Ég er einmitt nýfluttur í bæinn að austan, búinn að búa í Neskaupstað í hálft þriðja ár. Við komum um síðustu mánaðarmót og erum enn að taka upp úr kössum. Það er engu að síður löngu tímabært fyrir okkur að rifja upp gamla og góða tíma. Tölvupóstfang mitt er alli22@simnet.is spurning með kvöldverð.

En nóg um mig þetta er þitt svæði.
Kær kveðja Alli, palli, skalli. Eða var það Sjóðríkur. Þetta rennur í eitt.

1:09 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home