þriðjudagur, janúar 17, 2006

Tölvuleikir fyrri alda

Það er gaman að segja frá því að í gær benti ég ykkur á pacman hér á netinu (kannski old news fyrir einhverja) en á commentinu á þeim pistli fer Bjarney aftar í tímann og nefnir ja líklega fyrsta tölvuleikinn sem ég allavegana spila.

Höddi (ekki frændi) og Hanna, bjuggu upp í Breiðholti, áttu þau þau Villa og Hrönn (veit ekki hvort þið munið eftir þeim). Þetta fólk fékk sér litasjónvarp á undan okkur, K4 fólkinu, þau áttu þennann leik líka sem Bjarney talar um. Ef þið hafið ekki lesið commentið hennar Bjarneyjar, þá er það hér . Hún veltir því fyrir sér hvort maður geti gleymt sér í þessum umrædda leik, eins og maður jú gerði á sínum tima. Leikurinn gengur út á það að maður stjórnar einhverjum kubb, liftir honum upp eða niður, og það er bolti sem gengur á milli strika og maður er að reyna að verja sitt mark, erfitt að útskýra en hér er síða sem er eitthvað að velta þessum leikjum fyrir sér. En það sem er skemmtilegast í þessu er að ég á svona leik, keypti mér hann í Kolaportinu( fyrir c.a. 3 árum) af lítilli skáeygðri konu sem skildi ekki íslensku, en við komum okkur saman um 700 kr. væri gott verð fyrir þetta.


Hér tók ég mynd af græjunni minni, hún virkar og það er öllum velkomið að koma og prófa. Binatone græjunni er smellt í samband í sjónvarpstækið, valið stendur á milli, tennis, fótbolti, Squash og svo Squash æfing. Einnig getur maður haft hljóð eða tekið það af, nú stærð kubbana sem maður stýrir er valfrjáls og einnig hraðinn á boltanum. Fleiri flóknari "fítusar" eru á tækinu og ætla ég ekki að fara út í það freka hér.

2 Comments:

Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Þetta er bara frábært! Þú mátt búast við mér í heimsókn fljótlega til að skoða og prófa græjuna.

5:47 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Mjög fínt : ) það er að vísu saumklúbbur í kvöld hjá Helgu, svo ekki í kvöld: )

6:10 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home