fimmtudagur, janúar 26, 2006

1994 framhaldHljómsveitin ónefnda fór í studio og tóku upp efnið sem átti að fara á diskinn. 13 lög á 8 dögum , hver man ekki eftir E.O.V eða Kraftaverkasalanum. Útgáfutónleikar voru svo haldnir á efrihæð Sólons, mæting með miklum ágætum og tónleikarnir í alla staði ágætir.
Við vorum svo ekkert mikið að hafa fyrir því að spila eða pota okkur mikið fram. Við fórum c.a. tvö blaðaviðtöl, spiluðum í Dagslósi og tvö útvarpsviðtöl það var öll kynningin.

En þegar maður er í hljómsveit og er að æfa eigið efni og er mest allann daginn að pæla í því hefur það gríðarleg áhrif á mann, maður hlustar varla á annað en það sem maður er að vinna að. Svo ég verða að setja hljómsveitina Kol ofarlega á lista yfir áhrifavalda á minn tónlistaráhuga.

Hljómsveitin starfaði svo til ársins 1995 eða 6(man ekki alveg), meira efni var tekið upp og myndband kom út við lag Sváfnis, Lag # 4, eins og það heitir.

En eins og fyrr segir bý ég á Bragagötunni(á þessum tíma) , sú gata er nánast við hliðina á Baldursgötu. Hörður var svo óheppinn að búa á horni Baldursgötu og Freyju götu, sem var leiðin sem ég labbaði heim eftir næturbrölt á öldurhúsum bæjarins. Þar átti ég oft viðkomu á leið heim, reyndar held ég að ég hafi drifið mig fyrr heim úr bænum, ómeðvitað, til að geta komið við hjá Herði og kíkt á plötusafnið. Þar hlustuðum við á tónlist og skeggræddum, þar heyrði ég fyrst í hljómsveitinni Wolfstone. Hann átti, held ég, einn disk sem eg fékk að taka upp yfir á spólu. Hljómsveitin kemur frá Skotlandi og er ágæt blanda rokks og þjóðlagatónlistar frá skosku hálöndunum(rafmagnsgítar og sekkjapípa).

3 Comments:

Blogger Refsarinn said...

Þarna er nú gaman að sjá hvernig tónlistarþroskaleiðri ykkar frænda skerast í gegnum rokk og þjóðlaga tónlist. Hörður greyið endaði svo bara í einhverju geilísku væli, en hvert þín leið lá á enn eftir að koma í ljós. Spennan magnast maður.

3:25 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Jú jú þetta er að verða óbærilegt, spennan er svo gríðarleg : )

3:33 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sá sem kallar Wolfstone gelískt væl hefur ekki mikinn sans fyrir tónlist. Ég man nú heldur ekki betur en ég hafi komið tárunum út á þér þegar ég spilaði 'Hector, the Hero' á fullu blasti á annarri hæðinni í Mosgerðinu á Mini-ættarmótinu góða. Lagðist nú lítið fyrir kappann þar. Tárin kunna reyndar eftir á að hyggja að hafa verið áfallaröskun í kjölfar Adamsklæðahlaupsins eftirminnilega.

4:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home