þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Það þekkir mig enginn

Smellti mér út í hádeginu og fór á Asíu. Á leið minni þangað hitti ég mann á aldur við mig, sem þykir sopinn betri en t.d. mér, allavega gerir meira af því að fá sér slíkt og af þeim sökum átti hann ekki pening þegar ég hitti hann.

Að beiðni hans afhenti ég honum klinkið mitt sem var í vasanum mínum og hann þakkaði fyrir og fór. Ég fór inn á Asíu, kem aftur út, 10 mín síðar því ég pantaði mér take away. Kemur ekki sami náungi, labbar upp að mér með sömu orðum, heyrðu félagi áttu 200 kr??...ég benti honum pent á að ég hefði nú afhent honum það sem ég ætti aflögu, þá jú áttaði hann sig og brosti. En þetta er dæmigert...maðurinn var bláedrú en kannski er heilastarfsemin ekki alveg í fullri "funktion", en samt dæmigert :)

4 Comments:

Blogger Refsarinn said...

Finnst sopinn betri en þér...Benni?

10:31 f.h.  
Blogger Hildurina said...

heheheheheehheheheeheheh

12:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Spurning um að þú fáir þér einhver fyndinn gleraugu eða að fara að mála þig(meira en þú gerir) svo fólk greini þig betur.

3:04 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jesús lenti í þessu sama, þegar hann snéri til baka, þá þekktu lærisveinarnir hans hann ekki. Kemur fyrir bestu menn :-)

9:28 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home