fimmtudagur, janúar 18, 2007

Hm...

Mig langar að deila svolitlu með ykkur.

Þannig er því farið með mig að erfitt virðis vera að muna eftir mér og máski andliti mínu.

Tökum dæmi:

Ég fer í verslun t.d. Tiger (verslun sem selur allt á 200 eða 400 kr.) . Þar kem ég að afgreiðsluborðinu, bíð góðan daginn, afgreiðslumaðurinn (karl eða kona) gerir slíkt hið sama. Svo gerist það máski að ég segi, "hurðu...ég gleymdi hérna einu, ég stekk og næ í það..." ekki líða nema 10-15 sek og ég kem aftur að afgreiðsluborðinu, sami maður að afgreiða, hann bíður mig góðan daginn og ég horfi á hann spurnar augum, hann vitanlega líka því svipurinn á mér er eitthvað skrítinn, en hann hefur ekki hugmynd um afhverju. Þá átta ég mig, hann hefur minnstu hugmynd um það hver ég er. Þá þarf ég að kynna mig aftur. "Já sæll ég var með þetta dót hérna og þurfti að hlaupa og ná í þessi spil" sem dæmi, já segir hann, eftir smá stund...en vegna vandræða við hliðina á honum snýr hann sér að samstarfsmanni sem er að spyrja að einhverju og það líða máski 10-15 sek aftur...

Sá hinn sami (afgreiðslumaður) snýr sér að mér og biður mig góðan daginn og ég þarf að fara í gegnum sama prósess aftur, alveg magnað!!!

En þetta er ekkert eins dæmi, ég lendi oft í þessu.

T.d. gamall maður sem býr beint á móti mér, deilum bílastæði, inngangarnir á íbúðum okkar eru beint á móti hvor öðrum. Hann er nú 90 og eitthvað ára gamall, en helv...hress og kemur oft og spjallar við mig og virkar nokkuð klár í kollinum en er aðeins farinn að tapa heyrn. Ef ég hitti hann einhverstaðar annarsstaðar en akkúrat á bílastæðinu okkar (og þá er ég bara að tala um þegar ég kem labbandi úr búðinni og á 2-3 metra eftir inn á bílastæði) þá hefur hann ekki hugmynd um hver ég er, hef látið á það reyna.

Svona er þetta nú hm ;)

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ooo hélt þú værir að fara að fræða mig um HM!!
verður það kannski í næsta pistli? :) ég er ekkert fróðari um handboltan en fótboltan nebbla...

4:58 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er frábær eiginleiki sem þú hefur, því líður mér alltaf einsog ég sé að hitta þig í fyrsta skipti í hvert einasta sinn.

7:59 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hef aldrei hugmynd um hver þú ert...

12:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jú hann er þessi með nefhárin!!

3:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hahahaha ógó fyndið maður!!
PS: hef aldrei tekið eftir nefhárunum.

12:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Bíddu... og þú heitir?

5:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home