miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Bloggleysi

Hef verið lélegur á þessum vetvangi upp á síðkastið, enda fátt markvert í gangi hjá mér annað en vinna, fótbolti, smá bjór og reyna svo að sofa nóg. En þetta þríeyki fer ákaflega illa saman. Vinnan gerir mann þreyttan, bjórinn fær mann til að hvílast illa, fótbolti fær mann til að sofna seint.

En ég ætla að bæta úr bloggleysi með myndum úr smá ferðalagi sem við Daði skelltum okkur í núna á sunnudaginn síðasta. Að sjálfsögðu voru konur og börn með í för. Fyrst var stoppað í Eden til að skiptu um bleyju á yngsta ferðalangnum, drengirnir, Ívar Fannar og Malthe Kristórfer tóku þá þythokkispaðana fram og léku listir sínar. Eins og myndirnar gefa til kynna stoppuðum við á Vorsabæ á Skeiðum og átum vöfflur eins og við í okkur gátum látið. Veður var fallegt og stemning öll hin besta.

3 Comments:

Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Skemmtilegar myndir. En hvað eru þessar föfflur??? (ekki svara ég veit það eru vöfflur, mér fannst það bara svo sniðugt orð)

12:22 f.h.  
Blogger Þorkatla said...

Ekki áttaði ég mig á þessum föfflum? Greinilega ekki borgarstelpa!

1:31 f.h.  
Blogger Pooran said...

Það er nokkuð augljóst að Abeline Saga á eftir að verða mikill húmoristi.

11:39 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home