Bloggleysi

En ég ætla að bæta úr bloggleysi með myndum úr smá ferðalagi sem við Daði skelltum okkur í núna á sunnudaginn síðasta. Að sjálfsögðu voru konur og börn með í för. Fyrst var stoppað í Eden til að skiptu um bleyju á yngsta ferðalangnum, drengirnir, Ívar Fannar og Malthe Kristórfer tóku þá þythokkispaðana fram og léku listir sínar. Eins og myndirnar gefa til kynna stoppuðum við á Vorsabæ á Skeiðum og átum vöfflur eins og við í okkur gátum látið. Veður var fallegt og stemning öll hin besta.



3 Comments:
Skemmtilegar myndir. En hvað eru þessar föfflur??? (ekki svara ég veit það eru vöfflur, mér fannst það bara svo sniðugt orð)
Ekki áttaði ég mig á þessum föfflum? Greinilega ekki borgarstelpa!
Það er nokkuð augljóst að Abeline Saga á eftir að verða mikill húmoristi.
Skrifa ummæli
<< Home