miðvikudagur, janúar 10, 2007

Sjónvarp!!!

Góðan daginn.

Þeir hjá Símanum hringdu í mig áðan og voru hinir vinsamlegustu, buðu mér gull og græna skóga. Eftir að hafa farið illa með mig í stóra Skjásports málinu, eins og ég greini svo skilmerkilega frá hér. Þeir bjóða mér í sárabót "stórapakkann", eins og hann orðaði það, (veit svosem ekki alveg hvað það er, en það hljómar vel) endurgjaldslaust út maí.

Ég þáði hann með þökkum og hann baðs afsökunar fyrir hönd samstarfsaðila og sagðist myndi opna fyrir "stórapakkann" bara NÚNA!! Ég kveiki á sjónvarpinu mínu sem ég einmitt keypti af Skjá einum á sínum tíma. Því næst ræsi breiðbandsafruglarann, en þá smellur svona líka illa í sjónvarpinu með plastbrunalykt, ónýtt!!: ( Einhver eru nú álögin á þessu sjónavarpsmáli öllu hm...

Nú er svo komið að ég er með "stórapakkan" frá Símanum en sárvantar sjónvarpstæki ef einhver á og vill selja eða gefa hreinlega : )

Hér er smá sjónhverfing fyrir þá sem hafa áhuga á slíku.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvurslags eiginlega óheppni er þetta.

Því miður hef ég látið öll sjónvörp sem eru ekki í notkun frá mér og get því ekki bjargað þér um eitt.

2:01 f.h.  
Blogger Hildurina said...

Mitt brann í byrjun desember :( á ekkert auka.
knús

4:17 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

nohh, nýja árið byrjar bara með látum !!
vonandi reddast sjónvarpsmálin fljótt og vel :)

4:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt árið foringi! Ég var akkúrat að kaupa mér nýtt sjónvarp svo það gamla er á leiðinni í Góða hirðinn. Hafðu samband ef þú hefur áhuga, kem í bæinn á föstudag. Var að lesa um hremmingar þínar með Símann... innilega samúð með að hafa þurft að stana í þessu, kannast við þetta af eigin raun og minna nánustu. Samt ótrúlegt að þeir skyldu hysja upp um sig fyrir rest... Kveðja Undan Jökli

1:55 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home