fimmtudagur, mars 16, 2006

Þórhalli minn


Þórhallur: Hér fer leikmaður sem hefur sýnt gríðarlegar framfarir á aðeins einu ári. Þegar ég byrjaði að mæta í mánudagsboltann voru bara stórir stirðbusalegir strákar(ok. kallar) í þessum bolta. Þórhallur fór að mæta og hann var engu skárri en þessir stirðþursar sem fyrir voru. Hörður var þarna líka og ég tek það fram þessi lýsing hér á undan á ekki við hann.

Stirðþursarnir hurfu á braut, nýjir menn komu inn, 12-15 kg. léttari en ekki endilega grennri heldur 20-30 cm minni. Nú brá svo við að Þórhallur var ekki lengur þessi þurs heldur maður sem gat sólað sig í gegnum varnir andstæðingana og skorað ef því var að skipta, svo hraðar voru framfarirnar að maður þurfti að minna sig á það í hverjum leik að hér var á ferðinni maður sem maður þurfti að hafa gætur á.
(honum leiðist ekki samlíkingin við Kewell, þess vegna kom þessi mynd með)

Hann má ekki gleyma sér og staðnæmast hér því Þórhallur á meira inni og hann þarf fljótlega að fara að komast upp á næsta level, en það hefst líklega ekki fyrr en í sumar þegar menn fara að hlaupa úti við og spila meiri bolta (vonandi).

Það sem að plagar mig mest við leik Þórhalls er kannski reynsluleysið, hann tekur stundum skrítnar ákvarðanir sem er ekki hægt að laga nema með meiri spilamennsku. Þórhallur á heldur ekki mörg firmamót eða stóra kappleiki að baki, hann hefur eingöngu haldið sig við innanhúsbolta og utanhúsbolta á litlum völlum(á eins árs ferli sínum) svo það sem hann þarf eru leikir á stærri völlum með 7-11 mönnum í liði svo reynslu hann geti öðlast á þessu sviði. (Benni hafði það á orði að Þórhallur væri ekki lengur hreinn sveinn eftir að Benni fékk hann í firmamót með sér núna síðast laugardag.)

Hann er stór og er erfitt að senda yfir hann til að koma boltanum loftleiðina á samherja, gríðarlegur líkamlegur styrkur er mótherjum hans oft óþægur ljár í þúfu (ekki ósvipað sögu Erps um Tóta þúfu) Hann er að ná upp ágætum hraða og er boltatækni hans lítilega ábótavant(þarf að halda sig við einfalda hluti), hefur ágætt auga fyrir samleik en er kannski ekki sá sem er að búa til færin fyrir samherjana (þó gerist það oft þegar sá gállin er á honum) heldur sá er tekur þátt í klóku uppspili og skilur út á hvað leikurinn gengur. Ágætur leikmaður, líklega sá eini okkar sem stundar aðrar íþróttir utan mánudagssins og kemur því oft sterkur til leiks og í góðu hlaupaúthaldi, en hefur frá náttúrunnar hendi aðeins meira að bera á hlaupunum en við hinir. Ef að framfarirnar verða jafnmiklar næstu 2 árin þá gæti í fyrstu t.d. lið eins og Valur fengið hann til sín og svo hugsanlega atvinnumannsamningur erlendis eftir 4-5 ár.

6 Comments:

Blogger Refsarinn said...

Ég græt eins og fegurðardrottning :)

1:39 e.h.  
Blogger Refsarinn said...

Jæja búinn að lesa þetta þrisvar sinnum og alltaf eitthvað nýtt. Bolti laugardag kl 11 austurbæjarskóli?

2:20 e.h.  
Blogger Refsarinn said...

OK búinn að lesa þetta svona 8 sinnum núna og hér koma mínar athugasemdir:
Miklar framfarir jú ég get tekið undir það.

Tekur skrítnar ákvarðanir: Vantar bara ekki upp á leikskilninginn þinn hér?

Stundar íþróttir utan mánudagsboltans:
Þó ég líti út eins og guðinn Freyr þá er það ekki vegna þess að ég fer í ræktina á miðvikudögum, ég á held ég bara svona mikinn bolta inni.

Næsta level: Mættu á mánudaginn og ég skal sýna þér næsta level.

2:22 f.h.  
Blogger Smútn said...

Athugasemdir Refsarans bera nú ekki miklu, andlegu jafnvægi vitni. Hvað varðar framtíð hans á velli þá held ég að hann eigi talsvert inni og munu strax næsta haust fara að taka út meiri þroska sem leikmaður.

Mark my words.

5:21 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Takk fyrir það drengir mínir, tek undir orð ykkar allra, ég kemst ekki í bolta á morgun kl. 11.

8:47 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir ahugaverdar upplysingar

3:45 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home