miðvikudagur, október 17, 2007

Nýtt líf



Jæja góðan dag.
Þakka þeim er hafa sent okkur heillaskeyti í gegnum hina ýmsu miðla og ég hef ekki getað svarað til baka, takk kærlega : )

Það brá svo við að ég stóð við hlóðirnar og var að undirbúa minn uppáhalds mat, kjöt í karrý, er Helga kallar í mig úr herberginu að vatnið hafi farið!! Þarna var kl 18:50 c.a. Hvað gerir maður á svona stundu, jú æðir um og veit ekkert í sinn haus og það var akkúrat það sem ég gerði. En ég reyndi að róa mig niður því einmitt fyrir sjö árum síðan fórum við upp á fæðingadeild án alls!! Við gleymdum myndavél, skýrslunni sem skal fylgja þegar farið er upp á deild ofl. Svo ég hóf að taka til dót og drasl.

Helga emjaði reglulega og ég stökk til til að vera henni til aðstoðar. Mamma og Pabbi komu til að gæta Ívars Fannars og við hófum að reyna að fara upp á deild. En það tók nú tímann sinn. Helgan var alveg cool á því þrátt fyrir að hríðar kæmu með 2 mínútna millibili og ekki hafi tekið nema 6 klst að koma Ívari í heiminn fyrir 7 árum. Hún skyldi í bað og svo koma sér uppeftir. Við bæði höfðum ekki etið neitt svo ég nartaði í kjötið og gaf henni líka. Baðið var afstaðið og kl. var orðin 20.30...nú var dálítið kapp við tímann að koma sér uppeftir. En það er erfitt þegar c.a. 30 sekúndur líða á milli hríða, manni verður ekki mikið úr verki...21.20 erum við loks komin út í bíl og hríðarnar orðnar verulega erfiðar, ég við stýrið að reyna að aka hratt án þess að fara okkur að voða og aka þannig að ekki verður mikill veltingur.

Komin upp á deild kl.21.45-útvíkkun búin!!
Rembingur í 1 klst, fædd kl. 23:59 15. okt.

Samkvæmt þeim sem ég hefi talað við (læknir og hjúkrunarkona í fjölskyldu Helgu) er það nokkuð ljóst að við hefðum fætt heima, og ég þá tekið á móti, ef að sú litla hefði ekki gert okkur þann "greiða" að vera illa staðsett, eða þvert, á leið sinni í heiminn.

Ég hef sett nokkrar myndir inn á facebook-ið...
http://www.facebook.com/album.php?aid=10029&id=714062466&saved

6 Comments:

Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

jemundur minn hvað hún er mikið krútt.

Þetta er greinilega sama blanda og síðast og mér finnst ég sjá heilmikinn svip með ykkur öllum.

7:09 f.h.  
Blogger Van De Kamp said...

Til HAMINGJU með litlu prinsessuna... Algert krútt ;) Knús og kveðjur frá Irps og Co

8:58 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju kútur :) með nýju prinsessuna. Alltaf gott að fá fallegt fólk í bæinn hjá vogunum tveimur.

dr. G

4:26 e.h.  
Blogger Hildurina said...

Elsku Fjölskylda!! Til hamingju með fallegu stelpuna!! Hún er stórkostleg!
Knús af Drekavöllunum
Hildur, Ingó og strákarnir

5:08 e.h.  
Blogger BbulgroZ said...

He he..þakka heillaóskir : )

4:35 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með dömuna :)

8:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home