miðvikudagur, október 17, 2007

Lichtenstein

Í Lichtenstein búa 33 987 manns, eða svipað margir og í Kópavogi og Garðabæ saman, og jú bætum við íbúm af Álftanesinu. Landslið Lichtenstein vann íslenska landsliðið 3 og 0 í dag, við töpum heima fyrir Lettum 1-4 fyrr í vikunni!!

Við erum með Hermann Hreiðarsson, Ívar Ingimarsson, Brynjar Björn sem spila í ensku deildinni, Eið Smára Guðjhonsen hjá Barcelona, ég held áfram að telja, Emil Hallfreðsson sem er hjá ítölsku liði, margir ágætir leikmenn sem eru að spila vel í evrópu og á norðurlöndunum. Fer þessu gríni ekki að slota!? Ég held, því miður, að það verði einhver að taka pokann sinn hér.

4 Comments:

Blogger Refsarinn said...

Jú þetta er magnað. En! líkur mínar á að komast í liðið fara jú vaxandi á sama tíma svo ég ber blendnar tilfinningar í garð þessa þjálfara á sama tíma.

2:32 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Íbúar í Kópavogi voru 27.536 í árslok 2006 og eru því vafalaust um 28.000 nú. Liechtenstein er því aðeins fjölmennara svæði.

Ég lýsti því yfir í gær að ef við ynnum ekki leikinn í gær væri ég hættur að fylgjast með landsliðinu, a.m.k. meðan Eyjólfur væri einvaldur. Ég ætla mér að standa við það.

8:53 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

eigum við ekki alltaf að styðja okkar fólk, lika þegar þvi gengur illa. ég mundi segja við værum lélegir stuðningsmenn ef við gefum skít í þá núna, þegar þeir þurfa virkilega á stuðningi að halda.
En ég set spurningarmerki við hvort KSÍ eigi að vera að eltast við þessa stráka sem eru að spila erlendis, þeir hafa engan tíma til að æfa saman. Er þá ekki gáfulegra að vera með góðan þjálfara og nýta þá stráka sem eru að gera það gott hérlendis.

6:55 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Tja, strákarnir erlendis eiga að vera feti framar í allri þjálfun og getu svo ég held að landsliðið verði að halda upp á þá sem geta eitthvað og eru að spila erlendis. Fyrir utan það að í Lichtenstein er ekki deild svo allri þeirra landsliðsmenn eru að spila erlendis. Maður verður líka aðgefa skít í liði ef ekkert gengur og ekkert er að gert, það er augljóst að Eyjólfur er ekki að valda þessu. En íbúar Kópavogs, Garðabæjar og Álftanes eru sjálfsagt um 35- 40 þús svo þetta er álíka margir.

1:01 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home