sunnudagur, október 14, 2007

FlutturGaltalind 12 er staðurinn, net-og símatenging komin á, allir í stuði.

Mesta áhyggjuefnið var þó nýr skóli fyrir drenginn, en hann tæklaði það eins og ekkert væri, hefur eignast vini hér strax.

Það er skrítið að eiga tvær íbúður, hin er tóm og er til sýnis reglulega. Fólk setur þó fyrir sig að það þarf að taka til hendinni á okkar gamla stað. Stemningin í þjóðfélaginu virðist vera svona, það vill enginn vinna við fisk eða í Bónus og það vill enginn eiga heima í niðurgrafinni íbúð. En íbúðin er föl, á hagstæðu verði, á besta stað í bænum.
(Remax-torg er síðan sem skal fara inn á til nánari skoðunnar, Rauðalækur)

En nýja íbúðin er æðisleg, ("tekur vel á móti manni," eins og eitthvert sölumannsfibblið stagglaðist á við sýningu á íbúð sem við skoðuðum í Arnarsmáranum í vor) með frábæru útsýni. Hér eru nokkur dæmi þess:

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er gott að búa í Kópavogi

8:25 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Svo sannarlega, skít ég á að Dr. hafi verið hér að verki : )

2:31 e.h.  
Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Get vottað þetta með útsýnið, það er mikið og fallegt.

1:32 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með það.
Mér barst svo njósn af að fleira væri í aðsigi í gærkveldi. Eitthvað títt af hinum vígstöðvunum?

3:04 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jább, ég hef farið þarna en til hamingju með dóttur þína og drífðu þig í því að setja myndir af henni á síðuna!!!!!!!!!!!
Kveðja Eyrún

9:28 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Oh en æði!!! Til hamingju með flutninga og dóttur :) Hamingja hamingja! Hlakka til að sjá myndir.

5:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home