mánudagur, júlí 30, 2007

Heimska timabilið


Jæja nú fer heimskatímabilinu að ljúka og enski boltinn að rúlla á ný, einnig koma menn úr fríi frá bloggi : )

Mikið að gerast á leikmannamarkaðnum. Mest spennandi er jú að sjá mína menn hvort batamerki verða á leik "okkar" og Torres og fél fari að skora mörk og S.Gerrard fái að leika alla leiki í sinni stöðu, þ.e. inn á miðju vallarins. Einnig sýndist mér Sissoko í æfingleik geta bara komið boltanum skammlaust frá sér...

Næst mest spennandi er að sjá hvernig Arsenal vegnar. Manni finnst eins og þeir séu að endurnýja sitt lið en í raun er það bara Henrý kallinn sem er farinn, sem er ekkert bara!! En svo er Reyes að fara fyrir alvöru, en hann var á lánssamningi lengst af síðasta tímabili...West Ham er líka lið sem gaman verður að fylgjast með, Eiður máski að fara þangað, sem og Newcastle Owen litli farinn að hlaupa á ný...og svo verður líka gaman að sjá Sunderland með Roy Kean sem þjálfara.

Eitt skyggir þó á, en það er verðlaggning Sýnar á boltanum, það liggur við að betra sé að fara á pubba bæjarins, kaupa sér að snæða þar og drekka ölið og koma út með meiri pening í vasanum. Ég tók eftir því með sjálfan mig, þegar ég var með Skjá sport, þá horfði ég eiginlega bara á Liverpool sem spilaði einu sinni og stunum tvisvar í viku (ég sleppti bikarleikjum) og svo horfði ég á mörkin á sunnudögum og svo sérfræðingaþáttinn sem var á mánudagskvöldum.

Samanlagt gerir þetta 3-4 klukktíma á viku í áhorf. Sýn 2 verður máski með eitthvað meira til að horfa á en Skjárinn var með en maður er ekkert að horfa á alla leikina og vill þar af leiðandi ekki borga rúmar 4000 kr á mánuði fyrir þetta. Sá eða sú sem skilur og veit hve mikið maður borgar má endilega commenta hér að neðan.

Svo er til önnur leið en sú að fara á pöbbinn og stanga úr nokkrum öllllurum og eta feitt ket með mæjónessósu en sú leið er að ég gæti keypt mér árskort í World class og farið a.m.k. alltaf á laugardögum eða sunnudögum og æft og horft á leiki á meðan og komið út með svipaða upphæð á árs grundvelli, eða um 45- 50 þús. en svo auðvitað bætist á þetta ef maður tekur M12 áskrift stöðvar 2 og Sýn 2 og bleble jad´fa sd´flka ´s...........

En það væri nú gaman ef menn tæku fram spámanninn sinn og spáðu nú fyrir um 5-6 efstu sætin sín í deildinni...og máski 3 neðstu??

Hér kemur mín spá:

1. Man.Utd
2. Liverpool
3. Chelsea
4. Arsenal
5. Man. City
6. Tottenham
7. West Ham
8. Sunderland
9. Bolton
10.Newcastle
------
Middlesbrough
Wigan
Derby

Ég hef nú ekki verið spádómslega vaxinn hingað til en það þýðir lítt að gefast upp, spyrjum að leikslokum, sýnd veiði en ekki gefin og allt það : )

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mer finnt þu gera lítð úr Liverpool með því að setja þa i annað sæti, ertu að svíkja lit? Þó að Eggert sé íslendingur hef ég ekki mikla tru á að hann nái að rífa West ham upp í 7 sæti.

ég segi
1. liverpool
2. Man. United
3. Chelsea
4. Tottenham
5. Bolton (maður verður að vera bjartsýnn!)
6. Man. city
7. Arsenal (Henry farinn ekkert eftir)
8. Sunderland
9. Newcastle
10. West Ham (bara af því að íslendur á liðið)

Nú get ég ekki meir, eins og fletir sjá hef ég ekki hundsvit á þessu!

7:14 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Nooohh það er bara stólpa kjaftur!!! : )

Já ég verð að vera raunsær með L'pool...ég nenni ekki að hlusta á neitt rugl í lok móts ef ekkert gengur : )

West Ham, ég bara svona ætla að prófa þetta.

8:34 f.h.  
Blogger Refsarinn said...

Ég er hræddur um að Arsenal eigi eftir að sakna Henry alveg svakalega í vetur en þeirra tímabil komi næst. Ferguson og félagar áttu aldreigi að ná svona langt á síðasta tímabili og ég held að þetta verði þeim erfitt. Fóru þetta á lyginni og nú er komið að skuldadögum (þrátt fyrir stórkaup + Fergy á erfitt með að höndla stórstjörnur). Liverpool 1
Chelsea 2 ManU 3 Everton 4 Arsenal 5 Westaham Wigan og Reading verða í fallbaráttu.

4:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Líst best á world class hugmyndina, ég notaði þetta mikið þegar ég æfði hjá þeim, fór oft viljandi á vissum tímum ef mig langaði að horfa á eitthvað spes á stöð 2!

10:18 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home